Hlíðin með Stigagil í miðjunni (Áður Varmalaut)

Bætt í albúm: 18.10.2009

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Þarna sést stigagil og mannvirkin í því, sem eru ekki lengur í notkun og grotna nú niður. Allt í kring um gilið eru hverir og er best að fara varlega sé maður þarna á göngu.

Vinstra megin sést gufan úr hverunum uppi í fjallshlíðinni og til hægri sést gufa upp af hverunum sem eru smám saman að leggja undir sig hlíðina ofan við Frost og Funa og Reyki. Nokkuð víst er að þessir hverir eru allir á sömu sprungu.  Svo ef vel er gáð, sjást grænir flekkir á miðri mynd til hægri. Þarna eru stórir mosaflekkir í graslendi. Sýnileg merki um hitann sem undir kraumar. Ætli þarna komi upp hverir síðar meir?Það er mjög forvitnilegt að fylgjast með þessu svæði því það er síbreytilegt og heillandi.

Linda Samsonar Gísladóttir, 18.10.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband