Hverabjallan í Hveragerði

Nú er löngu mál að blogga svolítið.

Mig langar að kynna fyrir ykkur hverabjölluna og leitaði uppi myndir af henni á vefnum en aragrúi er af þeim þar....þeas myndunum;-)

Hverabjalla er tiltölulega ný viðbót við skordýrafánu Hveragerðis og ekki vitað um hana annars staðar á landinu.

Hún virðist verpa á hverasvæðinu í miðju bæjarins og svo fara margliðuð forstig (vantar heiti yfir þetta, þær líkjast mest margfætlum) bjallanna af stað og inn í nærliggjandi garða eftir að þær skríða úr púpunum. Síðan breytast þær í fullorðnar bjöllur sem skríða enn lengra og fann ég fyrstu bjöllurnar í garðinum mínum snemma í sumar, en ég bý í umþb 500m. fjarlægð frá hverasvæðinu. Voru þær all nokkrar vel stórar (um 2,5 cm. langar), sem þvældust fyrir skóflunni minni.

Veit ég að þær eru alætur og rádýr og lifa m.a. á sniglum, ánamöðkum og öðrum smádýrum.

Hverabjöllurnar eru stórar bjöllur og í rannsóknarverkefni N.I. fundust upp í rúmlega 3 cm. langar bjöllur, sem nægir til að vekja þó nokkra skelfingu hjá flestum Íslendingum. Þessi kvikindi eru með stóra bitkróka og veit ég til þess að börn á Undralandi, sem er leikskóli rétt við hverasvæðið, hafa verið bitin af bjöllunum, en þau hafa gert sér að leik að leita þær uppi og safna í fötur.

Vonandi hefur einhver gaman að þessum fróðleik.Lirfa og púpa HverabjöllunnarMargliðan, áður en hún verður að fullorðinni bjölluFullorðin hverabjallaBitkrókarnir eru stórir

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband