Linda Samsonar Gísladóttir

Linda Samsonar Gísladóttir

Ég er áhugakona um náttúru og umhverfi, börn og listir. 


Hef búið austan Hellisheiðar síðan sumarið 2000.


 Eyði talsverðum tíma í garðinum mínum vor sumar og haust,  þó sjást lítil sem engin merki þess ....hmm, ég skil bara ekkert í þessu!


Hékk ég oft löngum stundum uppi á nýja hverasvæðinu sem vaknaði er jörð hristist hér vorið 2008. Tók ég ærinn fjölda mynda þarna uppfrá sem sumar hafa ratað hingað inn á bloggið, en fleiri inn á síðuna mína deviantart.com/mytana. Má segja að ég hafi um tíma vakað yfir hverunum. Hjálpaði ég oftar en ekki fólki er þarna áttu leið um svo ekki yrði því meint af heimsókn sinni þarna á jarðhitasvæðinu.


Ég tek ljósmyndir, móta úr leir, skrifa, syng og tjái mig á hvern þann hátt sem mér líkar, gef mér þó of sjaldan tíma í bloggið, en reyni að kíkja inn af og til:)


Á þó til að "detta út" í einhvern tíma þegar þannig háttar til hjá mér.....er þá ekki í stuði að skrifa eða vil hreinlega ekki skrifa um það sem brennur helst á mér þá stundina. Hvarf héðan í mörg ár vegna þess að ég kláraði allt plássið sem mér gafst fyrir myndir en sá núna að ég gat keypt mér pláss og mun það opna á frekari blogg frá mér, því ég vil hafa myndir með og stundum eingöngu.


Hef ég ákveðið að vera ekki með neikvæðan halla á bloggum mínum, heldur frekar skoða aðrar hliðar lífsins. 


Kær kveðja,


LindaGísla.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Linda Samsonar Gísladóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband