Leggið okkur lið. Samþykkjum ekki eyðileggingu útivistarsvæðisins á Ölkelduhálsi!

Sveitafélagið Ölfus hefur auglýst  tillögu að breyttu aðalskipulagi á hluta Hengils svæðisins, á Ölkelduhálsi/Bitru.

Baráttufólk um verndun svæðisins hefur sent vandað plakat í öll hús í Ölfusi, með litmyndum af því fagra og hrikalega landslagi sem þar er að finna.

Leyfi ég mér að styðjast við þetta plakat við þessi skrif mín. (sjá einnig www.hengill.nu )

Hyggst Sveitafélagið Ölfusi breyta útivistarsvæðinu þarna í IÐNAÐARSVÆÐI, svipuðu því og nú þegar má sjá á Hellisheiðinni við Hellisheiðarvirkjun.  Heitavatnsrörin sem "fegra" umhverfi vegarins þar, fara ekki fram hjá neinum, sem þar á leið um. Allt er sundurgrafið og ömurlegt að aka niður af heiðinni og sjá þetta blasa við. 

Á síðunni www.hengill.nu má finna tilbúið bréf  sem fólk getur afritað og sent til Ölfusinga, en tími til athugasemda rennur út 13. maí n.k. og verður að senda bréfið með landpósti, ekki tölvupósti.

Hvet ég alla þá sem vænt þykir um landið okkar að leggja því lið.  Nú er lag að hafa áhrif á gang mála. 

Baráttukveðja, 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

kvitt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Takk fyrir að bloggvináttuna. Við erum samherjar í umhverfismálunum. Ég er þegar búin að senda mótmæli og einnig fjölskylda mín.

kveðja

Ragnheiður

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Búin að senda mín mótmæli.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:49

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Gott að vita af ykkar framlagi, nú er bara að sjá hverju fram vindur.

Linda Samsonar Gísladóttir, 12.5.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Ólafur fannberg

búinn líka að senda

Ólafur fannberg, 15.5.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Stend með þér...

Guðni Már Henningsson, 15.5.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

líka ég !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband