Hvað get ég gefið skógarþrastarunga......

.........sem vill ekki borða ánamaðka?

Þrastarunginn BíbíHann vill ekki opna gogginn fyrir mig eftir að ég reyndi að troða iðandi maðki uppí hann.

Kettirnir mínir voru búinir að króa hann af og ég hljóp á hljóðið í honum og náði honum, að ég held áður en þeir voru búnir að særa hann. Skoðaði hann svona eftir því sem ég gat og sé ekkert sár, en það er erfitt að sjá. Vona að litla skinnið sé ekki morandi í flóm, mig klæjar alveg við tilhugsunina!!!! Ætla að fara að skella mér í sturtu!

Ef einhver veit hvað ég get maukað og gefið honum, og hvort hann megi éta fuglafræ, þá þætti mér vænt um að vita það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er búin að gleyma nafninu á fuglafræðingi,en ef þú getur hringt í Sigurð G Tómasson á útv,Sögu í fyrramálið,þá getur hann alla vega lóðsað þér. Sími 5881994,  hann hefur dálæti á fuglum,vill fá fuglasögur. Linda prufaðu að syngja fyrir hann eða flauta ef þú mátt vera að,láta hann treysta þér. Vona að hann lifi og komist í frelsið.

Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir :)

Blessaður fuglinn er farinn að borða. hann var örugglega í losti í gær. En ég kom ofaní hann sundurbituðum ánamöðkum í morgun og áðan. Og nú eru börnin á leikskólanum, sem ég vinn á, að fara í lirfusöfnun fyrir hann;) Ég lofaði þeim að ef hann lifði helgina af, þá fengju þau að hitta hann á mánudaginn:) Þau vilja gjarnan hjálpa og eru æst í að lirfuhreinsa runnana og bjarga þrastarunganum í leiðinni :)

Linda Samsonar Gísladóttir, 26.6.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Þetta eru góðar fréttir,vonandi táknræn,  svons vil ég að okkur reiði af Íslendingum. (:-

Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Helga mín, ég vona svo sannarlega ekki að þetta verði svo með íslensku Þjóðina: Ungi litli dó síðdegis í gær, það dró allt í einu af honum og eftir einn klukkutíma var hann dáinn, litla greyið. 

Linda Samsonar Gísladóttir, 28.6.2009 kl. 13:44

5 identicon

Það er sjokkið sem drepur svona unga, en það er til ráð, hafa klukku sem tifar undir litlum púða eða teppi sem hann getur kúrað sig við, klukkan er eins og hjartsláttur þá er eins og hann kúri hjá mömmu, þetta hefur gefist vel með andar og gæsaunga.

Sam (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:09

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Linda mín,hvernig gat þetta farið fram hjá mér,var að lesa hratt fanst það eitthvað vera um Ísl. Ég samhryggist þér já og mér.Þegar strákarnir mínir voru litlir grófu þeir fugl í garðinum hjá okkur.Einhverju sinni kom sá elldri Arnar og fór að býsnast yfir að krossinn væri skakkur og einhver búin að róta í leiðinu sem þeir kölluðu svo. sá yngri(sem býr í Þorlákshöfn)kom til mín og sagði það var ég,afhverju ertu að því þrumaði ég. ´<<<<eg var bara að gá hvert hann væri farinn upp,hann fer aldrei upp,sagði hann vonsvikinn.

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband