Banvæn árás geitungs á hrossaflugu í Hveragerði.....

Ég var að vökva garðinn minn áðan og heyrði þá reiðilegt suð undir einum runnanum og varð litið þangað. Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum. Þarna voru stærðar geitungur og hrossafluga í miklum fangbrögðum og sýndist mér geitungurinn vera að ráðast á Hrossafluguna af mikilli grimmd.

Hjóp ég inn að ná í myndavélina en missti af aðal slagnum, því geitungurinn hafði þegar búinn að yfirbuga hrossafluguna þegar ég kom út. Hann hlutaði fluguna í sundur fyrir framan augun á mér virtist sjúga hluta búksins í sig og flaug síðan burt með efri hluta vesalings flugunnar. Eftir lá neðsti hluti búks hrossaflugunnar óheppnu, enn á iði.  Náði ég aðeins litlum hluta þessarar atburðarásar á vélina mína í lélegri upplausn og fókus, en samt.... þetta er ekki dagleg sjón, svo ég set þetta hér inn í myndböndin hér til hliðar neðarlega.  Mikið er ég fegin að vera ekki í sömu stærðargráðu og geitungar, þetta voru herfilegar aðfarir.

 

 Hrossaflugan hlutuð sundur af geitungnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband