Funhiti í Reykjafjalli ofan Hveragerðis

Ég fór í vikunni upp í fjall að skoða hitann fyrir ofan Friðarstaði, en þar eru komnir all margir hverir mis hátt í hlíðinni. Brölti ég þangað uppeftir í vikunni og tók myndir.

Svo leit ég uppeftir seinnipartinn í dag og tók nokkrar litlar myndir sem fylgja hér með.

Á litlu myndinni má sjá hverina uppi í hlíðum Reykjafjalls. Ef vel er að gáð, má sjá tvo stóra, tvo litla á milli þeirra og einn lítinn aðeins neðar og hærgra megin við þá. Þeir eru hvítleitari en umhverfið. Neðar og vinstra megin er svo talsverð gufa uppaf svæði sem ég kalla Litla hverasvæðið, en það er mjög fallegt.

Hverirnir í  fjallinu

Á annarri mynd var ég nánast ofaní stærsta hvernum uppi í fjallshlíðinni, þarna er mjög skriðubratt og ekki þægilegt að komast að. En útsýnið er frábært!

Litla hverasvæðið

Þriðja og fjórða myndin er frá litla hverasvæðinu. Þarna voru nokkrir hverir á kafi því rigningar undanfarinna daga hafa kaffært þá. Mjög falleg litbrigði eru þarna. Ekki er komandi nógu nærri til að kasta áreiðanlegri tölu á hverina þarna en þeir eru ábyggilega í kring um tuttugu talsins, ef ekki fleiri.

One of many geothermal areas close to Hveragerdi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Flottar myndir Linda! Það er greinilega enn sumar á Íslandi!

Torfi Kristján Stefánsson, 23.10.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir Torfi.

Ég veit nú ekki með sumarið..... alla vega er veðrið ekkert sumarlegt.

En maður gleðst yfir björtum dögum, þó kuldinn bíti svolítið.

Linda Samsonar Gísladóttir, 27.10.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband