Það sem börnin segja um ástina.....

Hvað er ást í hugum ungra barna?


Gefðu þér 3 mín. til að lesa þetta.  Það er alveg þess virði. Fagfólk lagði spurninguna fyrir hóp af 4 - 8 ára börnum, "Hvað þýðir Ást?"

Svörin voru fjölbreyttari og dýpri en nokkurn grunaði. Hvað finnst þér?:



'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki
beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að Afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel
eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er Ást.'
Rebekka 8 ára
 

'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'
Billy - 4 ára


'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra
og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl - 5 ára

'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar
sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy - 6 ára

Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri - 4 ára


'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny - 7 ára


'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'
Emily - 8 ára

'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'  
Bobby - 7 ára (Vaá!)


'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka - 6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)


'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle - 7 ára


'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy - 6 ára


'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.
Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa.
Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy - 8 ára


'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'  
Clare - 6 ára


'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára 


'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'  
Chris - 7 ára


'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann - 4 ára



'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren - 4 ára


'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen - 7 ára


'Þú ættir ekki að segja "Ég elska þig" nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft.  Fólk gleymir.'
Jessica - 8 ára

 


Og að lokum:

 4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.  Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.


Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: "Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta"

Ída Bjarney á jólunum 1994


Af undarlegri urt

Ég kaupi stundum Avocado til að bragðbæta salatið mitt. Í nóvember keypti ég enn eitt slíkt. Hafði það kjarna sem var klofinn, hýðið farið að losna og rætur farnar að myndast. Ákvað ég að setja kjarnann í vatn og þá fór þá lítil spíra að koma upp í miðju...

Uppfærsla á : Er ég algjör auli eða hvað? Ég væri það ef ég andmælti ekki þessu óhemju OKRI !

Ég var lasin heima og fór að líta á bókhaldið í bankanum mínum. Skoða hvað ég er að greiða hverjum og hve mikið. Fá einhvers konar heildarsýn á fjármálin. (Það má alltaf reyna) Sé í allri reikningabeðjunni að ég er að greiða þremur fyrirtækjum fyrir...

Hamingjan

Hamingjan Eftir Kristján frá Djúpalæk Hamingjan er undarlegust af þeim Gyðjum gerð sem gista veröld bitra Snauður bæði og ríkur geta notið hennar fylgdar og heimskur jafnt þeim ríka En jafnan, ef þú rekur hennar spor hún reifast þokumekki En leggur krók...

Sem kvika í kraumandi iðu

Það er komið að endalokum þolinmæði minnar. Ég nenni ekki lengur að horfa uppá menn, sem blindaðir eru af valdi sínu og græðgi, réttlæta sig og gjörðir sínar, eða aðgerðaleysi, fyrir alþjóð. Menn, sem ég í einfeldni minni hélt að hefðu heilbrigða...

EINELTI > Hve margir eru þolendurnir?

Ég datt inná bloggsíðu ungrar stúlku að nafni Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir í dag. Hún er að skrifa um þau 9 ár, sem hún sætti einelti í skóla, og hvernig hún stóð ein og skólayfirvöld kusu að skella skollaeyrum við því er hún leitaði til þeirra í...

Að pissa í skóinn sinn

Ég verð að segja að ég fékk vott af samviskubiti þegar ég las athugasemd Högna Sigurjónssonar um síðasta pistil minn, því hún hitti í mark. En ég ætla hér að bæta úr þessu eftir fremsta megni... Boðaður samdráttur á heilbrigðisþjónustu hér á Suðurlandi...

Sjáðu fyrir þér eftirfarandi.....

Stór pappakassi. Í honum eru yfir 200 mýs með unga sína. Gefum þeim lítið og sjaldan að borða og drekka og læknum ekki þær sem verða sjúkar.. og skjótum að lokum ofaní kassann með haglabyssu. Er þetta falleg mynd, sem ég dreg upp? Það virðist vera að...

Árið 2009 .... ár uppbyggingar, ekki niðurrifs.

Um leið og ég óska ykkur sem lesa þennan litla pistil minn, árs og friðar, þá vil ég einnig óska ykkur hamingu og gleði, óháð efnahag og umhleypinga í Íslensku þjóðlífi. Látum 2009 verða í minningunni það ár, sem við stóðum okkur vel þrátt fyrir mótbyr...

Í faðmi fjölskyldunnar á jólum

Þar sem ég bý í Hveragerði og móðir mín og tveir bræður mínir búa í Kópavogi, gefast ekki margar stundir yfir árið sem við hittumst öll saman. Jólin eru þess vegna helguð fjölskyldunni. Á aðfangadagskvöld fórum við dóttir mín og kærastinn hennar, til...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband