Ungkötturinn Ponyo og pirruðu læðumæðgurnar Mjása og Títa.

 

Ég tók að mér kettling í vetur, sem reyndist ansi sprækur og þó nokkuð klárari en meðalkettir eru og fjörugur eftir því.

Kannski ég ætti bara að segja það hreint út; hann er óþekktarangi. En svo mikill gæluköttur og sjarmur að leitun er að öðru eins dýri.

 Ponyo í móðu

 Ponyo með ullarsokk

 

Tvær í fýlu og einn saklaus

Hér á heimilinu voru tvær læður fyrir, fallegar og góðar.   Ekki fannst þeim mikill fengur að þessari viðbót á heimilið. Nei annað nær. Þeim finnst þessi kettlingsræfill hinn mesti ófriður sem þær hafa kynnst, að undanteknum suðurlandsskjálftanum fyrir rétt tveimur árum! 

 Önnur, þ.e.a.s., sú eldri, hefur að hluta til tekið hann í sátt, og væri sjálfsagt alveg búin að sætta sig við hann, ef hann léti hana bara í friði. 

 Ponyo á það nefnilega til.... og oft á dag, að leita Mjásu uppi og stökkva á hana og reyna að bíta hana. Hún bregst hin versta við og hvæsir og urrar og oftar en ekki upphefst mikill eltingarleikur, Mjása á undan og Ponyo eltir. Stundum, snýst þetta við og allt í einu er Mjása að elta hann....

 mjasa_i_29_12_2009_111.jpg

Títa, miðkötturinn á heimilin, sem er heimsætan, þ.e. dóttir Mjásu, hefur aldrei tekið Ponyo í sátt. Henni finnst hann í alla staði leiðinlegur og liggur ekki á skoðun sinni. Hún vildi ekkert við mig tala vikum saman eftir að ég kom með hann inn á heimilið og urraði á mig ef ég tók hana upp. Hún hefur jafnað sig svolítið og leyfir mér nú oft að knúsa sig, sé hann hvergi nálægur. En komi hann, sem hann gerir nú oftast, því hann er alltaf að passa uppá mig, þá urrar hún og lætur ófriðlega. Hann aftur á móti elskar að stökkva á hana því þá framkallar hann eins konar hvæs-sprengingu með urri og hávaða. Jafnvel mikið kattaröskur, sem gæti látið skinnið skreppa saman á hugrakkasta fólki. Maður hrekkur í kút í hvert sinn sem þetta svakalega hljóð kemur úr þessum annars meinleysislega og krúttlega ketti.

  Títa

 

 En eitt er það, sem Ponyo gerir, sem er einstaklega krúttlegt; Hann sýgur kögrið á slæðu einni sem ég á og vill þá helst liggja í fanginu á mér á meðan. Hann byrjaði á þessu strax og ég fékk hann, hann var svo lítill og móðurlaus, og vantaði eitthvað að sjúga. Prófaði ég túttu og meira að segja pela með hvolpaformúlu, en þetta varð niðurstaðan.Ég hef sett myndband af honum að gera þetta á bloggið.

En hér að neðan koma myndir af köttunum

Ponyo leikur sér

Ponyo að leik

Ponyo lítill

Ponyo með skerm

Mjása hneykslast á Ponyo

ponyo_faer_ser_hita_an_sykurpu_a_-_13_05_2010_003.jpg

 Títa virðilega

 Ponyo

Mjása fær sér kríu

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband