Hveragerði - Bær sem verður er heimsóknar - My hometown, Hveragerdi

 

Hveragerði að kvöldlagi - Evening in Hveragerdi

Á næstunni hyggst ég setja hér inn myndir frá Hveragerði.

Langar mig að kynna fyrir ykkur, sem hingað lítið inn, hve fallegur og skemmtilegur bærinn minn er, um leið og ég hvet ykkur til að koma í heimsókn til að skoða það sem hann hefur uppá að bjóða.

Litfagrir hnúðar í listagarði Hveragerðis - colorful bumps in a public garden in Hveragerdi

   

Helgina 19. - 22. ágúst verða Blómstrandi dagar, árleg uppskeruhátíð okkar, með blómum, markaði, brekkusöng og flugeldum. Þá er kemur fólk allstaðar frá til að gleðjast með okkur og skemmta sér.

Aðstaðan á tjaldstæðinu - At the camping site Hveragerdi

Þeir sem vilja tjalda geta komið sér vel fyrir á tjaldsvæðinu og sundlaugin okkar í Laugarskarði,  er skammt undan. 

Sundlaugin Laugaskarði

Við Manndrápshver - At the Killer spring

 Manndrápshver skoðaður. Óhugnanlegur atburður við þennan hver varð til þess að fyrsta götulýsing á Íslandi, utan Reykjavíkur, var sett upp. 

Piltar að sjóða egg í affalli frá borholu - eggs boiled in the boiling water at the geothermal area of Hveragerdi

 Eggin soðin í neti og spjallað saman á meðan. 

Leirfótabað....ummmmm Þetta er unaðsleg reynsla ..... að finna leirinn smjúga milli tánna..... minnir á drullumall á bernskudögum.  A lovely experience having ones feet in geothermal mud. 

Hafið þið skoðað hverasvæðið sem er í hjarta Hveragerðis? Þar er opið virka daga frá, að mig minnir, kl. 12:00 - 18:00 ( leiðréttið mig ef þetta er vitlaust ;) og á laugardögum til 16:00 og ókeypis inn.  Ekki veit ég annan bæ í veröldinni, sem hefur slíkt háhitasvæði mitt í íbúðabyggð. Þarna eru merkilegir hverir með aldagamla sögu, sem skráð er á skilti við hvern hver ásamt frekari upplýsingum um hverina. Hægt er að fá að sjóða egg í bullheitu vatninu, fara í fótabað í hveraleir og í heita vatninu og smakka á sætu og gljúpu hverabrauði, nýseyddu í einum hveranna á svæðinu. Eggin koma frá landnámshænum, sem numið hafa land þarna og búa við hlið gróðurhússins á hverasvæðinu. 

Í fótabaði á hverasvæðinu - Enjoying a foot bath at the geothermal area

 

 Verið velkomin í Hveragerði ..... og fylgist með, ég mun setja inn fleiri myndir á næstunni.  

Ætla ég meðal annars að gægjast inn í garða hér í þorpinu og setja myndir af þeim gægjum hér....... vona að mér verði vel tekið við þá iðju mína:)

 

Kveðja úr Hveró

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband