25.10.2010 | 20:48
Enn af hverum á Hveramel ofan Hveragerðis....
Ég á mér alveg sérstaka vin..... ekki í þeirri merkingu sem maður vanalega leggur í orðið, heldur sem vin í eyðimörk.... Mína vin skal maður ávallt umgangast með fullri virðingu og aðgæslu, því hún er hættuleg þeim sem ekki gæta sín. En hún er dásamleg þeim, sem eins og ég, sækja í hana innblástur og þann frið sem fæst aðeins er maður gleymir sér í faðmi náttúrunnar.
Á Hveramel, vininni minni, eru hverir við hvert fótmál. Saman mynda þeir mikla hljómkviðu með dynkjum, bubli, hvissi og sulli. Þeir eru í dásamlegum litum og breyta um lit eins og kameljón, frá rauðu yfir í grátt, yfir í blátt og svo í gult.....og brúnleita tóna, þannig að ég veit aldrei er ég heimsæki þá hvort þeir eru enn með sama lit og síðast er ég sá þá.
Hvílík upplifun það er að fylgjast með þessu litaspili og að reyna að festa það á mína tilkomulitlu Cyber-shot 7,2 mp myndavél. Hér koma nokkrar myndir , sem mér finnst hafa lukkast sæmilega. Njótið vel:)
Athugasemdir
Fallegar myndir
G.Helga Ingadóttir, 27.10.2010 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.