Ég á mér lítinn draum....

...um að eignast með tíð og tíma almennilega myndavél til að taka skýrar og góðar myndir á. Litla Sony cybershot vélin mín er aðeins 7,2 megapixla og stærstu myndirnar úr henni eru farnar að tapa gæðum um leið og þær eru stækkaðar í 30 x 40 eða meira. þetta er, eins og gefur að skilja, mjög takmarkandi og veldur því að ég verð að halda mig innan ákveðins ramma í myndsköpun minni. Og þetta gerir líka að verkum, að ég reyni að taka þátt í öllum þeim ljósmyndkeppnum, sem ég sé mér fært að taka þátt í á vefnum, því oftar en ekki er góð myndvél í boði fyrir þá sem hreppa 1. vinning. Hér ætla ég að sýna ykkur til gamans smámyndir af því sem ég sendi inn nú yfir hátíðarnar í keppni, sem haldin var á vegum Mbl.is og Canon. Margar góðar myndir voru sendar inn og möguleikar mínir ekkert of miklir. En maður vinnur heldur ekkert á því að sitja og gera ekkert:) Þið getið svo skoðað myndirnar betur með því að fara inn á þessa slóð, http://www.mbl.is/folk/ljosmyndakeppni/notandi/59301/?page=1 og skoðað hverja mynd fyrir sig.Annars óska ég ykkur öllum gleðilegs og farsæls nýárs :)Kær kveðja

Ljósmyndakeppni Mbl 1

Ljósmyndasýning Mbl 2

Ljósmyndakeppni Mbl 3 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband