Frá göngu um Hveragerði 5. febrúar 2011- Pictures from a walk in a wonderful weather in Hveragerdi.

Hveragerði 05.02.2011 305

Ég fór með hana myndavél út að ganga í gær í blíðunni og snjónum.

Það var augljóst að égvar ekki sú eina sem hugsaði mér gott til glóðarinnar, því það var mikil umferð á götum bæjarins, mest þó bifreiðar, en nokkuð þó um fólk og oftar en ekki með hunda meðferðis.

Líka rakst ég á fjölskyldur að kútveltast í snjónum og virtust allir skemmta sér hið besta.

Ég ætlaði að vera svona klukkustund en það teygðist á tímanum og ég var rúma tvo tíma, því ekkert rak á eftir mér og veðrið var hreint út sagt dásamlegt!

Ég á eftir að minnka flestar myndanna, en hér koma sýnishorn frá göngunni.....

 Hveragerði 05.02.2011 255 copyHveragerði 05.02.2011 091Gaman í snjónum 05.02.2011 240

Gaman í snjónum 05.02.2011 238

Hveragerði 05.02.2011 190 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband