Langt er síðan ég skrifaði eða setti inn myndir síðast.

Sumarið lætur standa á sér en samt er gróðurinn kominn vel af stað og hverasvæðið uppi á Hveramel er fallegt. Þar hefur nýr stór hver bættst við, djúpur og rétt til hliðar og ofanvið annan djúpan, vellandi, leirhver. Sá nýi er næstur á myndinni og er rauður steinn rétt hjá opinu. Það er óhugnanlegt að koma uppeftir eftir fjarveru í tvær vikur og sjá hve mikið hefur gengið á. Eins gott að enginn sé staddur í nálægð við hverina þegar þetta gerist. Eldri hverinn hefur sullað og gusað mikið úr sér allt um kring þegar þetta gerðist og eru gráblágrænar sletturnar augljósar á myndinni. Þar sem þessi nýi hver opnaðist, var svolítil dæld áður, sem benti til þess að eitthvað væri að gerast. Önnur dæld er aðeins neðar og spurning hvenær jörð opnast þar.

  

Nýji hverinn 30.05.2011 117 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæl! Nú les maður í fréttum að seilst er eftir jarðhita til virkjana þarna upp frá,man ekki hvað það svæði heitir. Kanski áttu myndir þaðan,raunar fylgdi fréttinni mynd,en það er ekkert í líkingu við þínar.M.b.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2011 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband