14.8.2011 | 15:32
Hveragerði, Hveragerði, blómstrandi bær....
...Þannig byrjar einn söngur um Hveragerði sem iðulega er sunginn þegar bæjarhátíð okkar, Blómstrandi dagar, er haldin. Bæjarbúar skreyttu garða sína og hús sem aldrei fyrr og það var glaumur og gleði í bænum langt fram á kvöld, sem endaði með flugeldasýningu rétt fyrir miðnættið. Ég fékk mér göngu eftir kvöldmat og myndaði nokkra af görðum og húsum bæjarbúa. Hitti meðal annars tvær telpur sem voru í kvöldkulinu úti í garði með köttinn Bangsimon, sem er í beisli, því hann strýkur annars. En myndir segja meira en þúsund orð.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.