1.7.2012 | 17:10
Blóm í Hveragerðisbæ 22. - 24. júní 2012
Nú er langt síðan ég setti hér inn nokkuð og verð ég að bæta aðeins fyrir það á næstunni eftir því sem kostur er á. Ætla ég að byrja á að setja inn nokkrar myndir frá Blómahátíðinni hér í Hveragerði sem var fyrir viku síðan. Var þemað Sirkus og voru skreytt reiðhjól um allt. Annars var áberandi hvað það var minna skreytt en undanfarin ár og bar hátíðin kreppumerki, að mínu mati
En hér koma nokkrar myndir:
Skreytingar á torginu framan við Heilsugæsluna, horft í átt að Grunnskólanum.
Mikil veðurblíða var og margt um manninn.
Boðið var uppá leiktæki fyrir þá sem vildu.
Á fossflötinni voru skreytingar og þangað flykktist fólk að spila BINGÓ
Aðrir bara horfðu á og skoðuðu sig um í góða veðrinu.
Börnin höfðu mikinn áhuga á Ævintýrahúsunum sem voru til sýnis.
Blómin voru víða falleg....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.