Síða Samúels með vitlausar upplýsingar um undirritaða....

Samúels menn vaða villu og svíma
vitlaust þeir nefna aldurinn minn
Viðbótar árunum við mig þeir líma
Hvorki meira né minna en fimm

Síðast er ég athugaði, var ég fædd 1956, ekki 1951.

Það hefur einhver hjá Samma frænda farið villur vegar á lyklaborðinu;-)

En myndin af mér, sem þeir birtu, er bara skrambi góð. Enda ansi langt síðan hún var tekin.
http://www.samuel.is/folk/2009/09/21/afm-aeli-21-september-meyjarmerkid/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er þó gott hjá þeim að muna eftir þér óg árétta gæðin. Líklega hafa þeir verið að drekka gott rauðvín þegar þeir voru að reyna að muna fæðngarárið.

Góð vísa hjá þér.

Eggert Guðmundsson, 2.11.2012 kl. 22:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Linda mín,verð að kíkja á þetta,en vísan er góð,rétt eins og hjá pabba þínum,blessuð sé minning hans.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2012 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband