Er sumarið komið?

 Alla vega er það hér í helgarleyfi....

Það er rétt svo að ég tími að koma inn og skrifa þetta þar sem sólargeislarnir verma fyrir utan og endalaus verkefni á pallinum og í garðinum bíða og kalla á mig.

En ég þurfti að aðgæta svolítið og sú leit bar mig inn á blog.is og þar sá ég að langt er síðan ég hirti um að skrifa hér.

Eins og alltaf á sumrin hef ég lítið komið í tölvuna og enn minna hér inn, þó ég ætli alltaf að vera dugleg að setja inn myndir og hugleiðingar. Myndirnar eru enn flestar í fullri stærð í tölvunni og hugleiðingarnar í vegaleysum inni í völundarhúsi huga míns.... Ætli þær rati einhvern tíma út?

Góðar stundir, þið örfáu sem lítið hér inn, megi sumarið vera ykkur gott.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk sömuleiðis Linda mín.

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2013 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband