4.1.2008 | 09:47
Eftirköst og rassaköst
Ég hef, eins og margur, fundir fyrir því hve erfitt er að koma til vinnu aftur eftir langt jólafrí. Umsnúningur á svefntíma og breytt mataræði hefur þau áhrif að orkan stendur á sér.
Ég vinn á leikskóla og 2. janúar einkenndist af geispandi starfsfólki og börnum með bauga og , jú einstaka rassaköstum þeirra síðastnefndu, en þau hafa aðeins meiri orku uppá að hlaupa en við sem eldri erum.
Merkilegt hvað svona frí, sem maður gæti haldið að ætti að fylla mann orku og brennandi áhuga, gerir mann hundslappan og grautarlegan.
Ég hlakka til þegar líður fram í næstu viku og allt og allir fara að vera eins og þeir eiga að sér.
Síðan vil ég leggja fram formlega kæru til almættisins vegna veðurfarsins; Hvernig er það, á ekkert að koma neinn vetur? Þessi rigning með myrkrinu, sem henni fylgir er ekki til að hressa mann upp. Ég segi eins og börnin: "ég panta að fá smá snjó og smá frost og heilmikla sól!" Þá tek ég gleði mína og börnin sleða sína og saman förum við öll út að leika.
Athugasemdir
Ég er enn ekki búin að jafna mig.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.1.2008 kl. 23:46
Já, þetta er stórmerkilegt. Alveg eins og þegar annir eru miklar afkastar maður ótrúlega miklu en þegar lítið er að gera liggur nánast ekkert eftir mann.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:31
Bara að kvarta, þá kemur þetta :)
Kolgrima, 14.1.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.