Og snjórinn kom.....:)

Ég var hérna um daginn að óska eftir snjó...hahahaha!  Ég fékk hann og nóg af honum! Þakið hjá mér var um það bil að sligast og hafði ég af því þungar (bókstaflega) áhyggjur um tíma.  En snjórinn gaf mér færi á að brúka litlu myndavélina mína, sem reynist mér vel, þó gæðin séu ekki mikil. Óski mín varðandi snjóinn rættist...núna óska ég mér betri myndavélar.  Ætli þetta gangi í þetta sinn hjá mér?  Læt ykkur vita...segjum ef óskin rætist innan mánaðar.

Alltént, fór ég og tók nokkrar myndir og ætla að setja nokkrar inn á myndaalbúmið mitt. Vonandi hefur einhver gaman að þeim.

Annars nenni ég ekki þessa dagana að útlista hvað fer um huga minn er ég horfi á fréttir oþh, aðeins spyr: Hefur einhver fundið ábyrgðartilfinninguna sem týndist í Reykjavíkurborg???? Í öllum bænum skilið henni í Ráðhúsið sem fyrst ef hún finnst! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er bara árlegur stormur í vatnsglasi, allir æstir yfir engu.

En það verður gaman að sjá myndir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.1.2008 kl. 17:07

2 identicon

Gaman ad sjá þessa sidu þina, serstaklega myndirnar og svo nöfnu mina.

Eg fekk svosem ad kynnast vetrinum aftur, 36 timar i Minniapolis ádur en eg komst heim..(Mæli ekki med þvi) og svo hver stormurinn eftir annan og svo herna heima i Bremerton erum vid lika ad kynnast vetrinum aftur ;o)  skritid med þetta vedur..

Kvedjur og kossar..   Frænka

Ida Frænka (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 05:05

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Jáhá, þá er sökudólgurinn fundinn, sá sem sent hefur okkur allar þessar lægðir. Gættu að hvers þú óskar þér því eins og Oscar Wilde sagði einu sinni þá refsa guðirnir okkur þegar þeir bænheyra okkar.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.1.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband