Sáuð þið hann Ástþór og annað lífið hans?

Ég verð að skrifa eilítið um þáttinn sem ég sá í gærkvöldi.

Hann  (þátturinn;) leitaði á mig eftir að ég var komin undir sæng og á ég erfitt með að hætta að hugsa um Ástþór, þennan merka mann og fólkið hans. 

Lífið fyrir vestan er ansi hart fyrir, þó ekki bætist við að lenda í lífshættulegum slysi, sem taka fæturna frá manni.

Ég stend mig að því að hugsa hvað ég hefði gert undir þessum kringumstæðum. Hefði ég sýnt brot af þeirri seiglu og krafti sem Ástþór býr yfir? Ég efast um það.

Aðstæðurnar á Rauðasandi eru um margt sérstakar fyrir þá miklu einangrun sem staðurinn sætir yfir vetrarmánuðina. Mér leið ekki vel að aka þennan veg í ágúst s.l., og myndi aldrei þora þarna um vetur. Ég undrast í raun að ekki skulu oftar verða slys á þessum og öðrum viðlíka fjallvegum hér á Íslandi.

Og ég vona innilega að vegabætur, þó svo þær kosti okkur öll skildinginn, verði svo ekki leggist af byggð á svo fögrum stöðum sem Rauðasandi, Breiðuvik og Látrahreppi. 

En aftur að Ástþóri.  Hann er ekki eingöngu duglegur og þolinmóður, heldur fannst mér mikið um hve umhyggja hans fyrir dýrunum þarna er mikil.   Það er alls ekkert samansem merki með bónda og dýravinum. En ég held að það, að vera góður dýrunum sínum hljóti að gefa af sér. Ekki aðeins í betri afkomu dýranna, heldur betri líðan þeirra sem um þau sjá og umgangast.

Vona ég að Ástþóri og fjölskyldu farnist vel á komandi árum.

Í mínum huga er hann sannkölluð hversdagshetja og dáist ég mikið að seiglu og harðfylgi hans. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Alveg sammála. Ég er enn að hugsa um þennan mann og þann ótrúlega kraft og verklagni sem hann sýndi. Það er með ólíkindum að maður í hjólastól hafi sig um og sinni girðingavinnu, gegningum og slætti. Hann er hetja. Gleðilega páska.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gleðilega páska kæra vinkona.

Guðni Már Henningsson, 22.3.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Ólafur fannberg

missti af þættinum Gleðilega páska

Ólafur fannberg, 22.3.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl elsku frænka. Sammála þér með þessa góðu heimildarmynd. Mann setur hljóðan og gott ef myndin af Ástþóri að böglast í öllu bóndans puði, fái mann ekki til að minnka kvartið.

Gleðilega páska og hafðu það sem allra best

Eva Benjamínsdóttir, 23.3.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sá ekki þennan þátt, en er sammála þér að ef maður er góður við dýrin og alla aðra þá uppsker maður.

Blessi þig í PáskaLjósið

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 13:55

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hann er svona hverdagshetja og jaxl sem gefst ekki upp, og á greinilega góða að.

Geta ekki allir sinnt girðingarvinnu í hjólastól.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.3.2008 kl. 22:34

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég sá því miður ekki nema hluta þáttarins, en það sem ég sá fannst mér sýna alveg ótrúlega seiglu og dugnað. Mér finnst hann alveg stórkostleg persóna, hann Ástþór.

Sigurlaug B. Gröndal, 25.3.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband