Undir sæng-hugljómanir og svefn-hindranir.....

Kannist þið við það að geta engan vegin fest svefn á kvöldin....og langt fram eftir nóttu?

Þið eruð löngu búin að slökkva ljósið og veltið ykkur undir sænginni og bíðið, að því er virðist, endalaust eftir svefninum, sem ekki virðist hafa nokkurn áhuga á ykkur þá stundina. 

Og hugsanirnar koma í löngum runum og bunum, hellast yfir ykkur, alveg eins og þið séuð að breytast í einhvers konar Einstein þarna undir hlýrri sænginni.....  

Vandamál, sem hafa verið að plaga ykkur, koma og þið sjáið kannske allt í einu möguleika á að leysa þau NÚNA, en þetta er ekki rétti tíminn, svo fleiri hugsanir koma og þið sjáið fyrir ykkur allt sem þið ætlið að gera við íbúðina ykkar, garðinn, bílinn, í vinnunni, segja við vini og kunningja.....oooog................

Oh, my gooood! HVAR ER SVEFNINN!!!!!!!!! Hvað er klukkan???? Ó nei, ekki orðin fimm!!!!  Einu sinni enn! Fja....! Ég sem fór svo snemma að sofa til að vera hress í fyrramálið! Og hvað með svefntöfluna, ætlar hún EKKERT að verka??? 

Og klósettferðirnar...... ég ætti ekki að tala einu sinni, hvað þá skrifa um þær.... Hve oft er sæmilegt, eða eðlilegt að fara á klósett um miðja nótt?  

 Af hverju ég?  Af hverju núna, einmitt núna????  Oooooo, hve ég verð syyyyyfjuuuð á morgun!

Ætti ég að taka AÐRA svefnpillu ??????  Ætti ég að tala við lækninn um þetta? 

Kannske ég læðist bara fram og blogga um þetta..... Hmmmmm?

 

Kannist þið við þetta, ha?  Ég er nokkurn vegin viss að ég er ekki ein um þetta vandamál.

Núna er ég að treina mér að fara í rúmið af því að ég óttast að það gerist einu sinni enn...  Það, að ég sofni ekki, ekki nærri, nærri strax.  Og ég verði eins og undin tuska á morgun í vinnunni. Með baugana útundir eyru, og vitið þið að það er ekki falleg sjón. 

En samt er eins og ég þoli þessar ótal andvökunætur furðuvel og jafnvel hugsa hlýlega til þeirra á stundum. 

Það er vegna allra þeirra góðu stunda sem, þrátt fyrir allt, ég hef átt með sjálfri mér og hugsunum mínum þegar nóttin skellur á.  

Þegar áhyggjur og leiðindi sækja ekki á, þá er oft sem hugurinn verði heiðskír og tær.  Hugmyndirnar koma alls staðar að og vökva anda minn með frjómagni, sem dagsbirtan virðist ekki hafa yfir að búa. Því miður gleymi ég oft megninu af því, sem sækir hug minn heim á þessum stundum, en það sem eftir stendur er oft eitthvað sem ég get byggt á og haldið áfram með. Og umfram allt held ég að þetta sé afspyrnu góð hugarleikfimi, iðkuð þegar ekkert utanaðkomandi truflar eða mengar hugann.

 

Jæja, góðir hálsar...þetta er orðið langt mál um lítið málefni, og mál að koma sér í bólið.   Hvað er eiginlega málið? Æ, bara svolítið svefngalsi, afsakið.

 

Góða nótt.  Sofið rótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Sömuleiðis. Ég ætla í rúmið og taka á móti öllu því sem ekki kemst að nema í þögninni.

Bergur Thorberg, 1.4.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er svo heppin að ég þjáist af vanvirkni í skjaldkirtli og sef eins og engill. Stundum alltof mikið.

Steingerður Steinarsdóttir, 3.4.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sef alltaf eins og skotinn, hef trú á að diskur með sjávarnið og slíkum náttúruhljóðum gæti hjálpað þér.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.4.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir umhyggjuna Valli, ég á safn slíkra diska.

Annars kemur nú fyrir að ég sofi eins og steinn, það er bara afar sjaldgæft og ég skrifa það alltaf hjá mér í dagbókina mína.  ................nei annars, ég ætla nú ekki að ljúga því, en það liggur við að ég geri það! 

Linda Samsonar Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 18:11

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku frænka, þegar þú finnur fyrir geðveikinn, veistu að þú þarft að taka svefnpillu..stundum. Þá líður þér vel næstu daga. Mikið er krúttlegt myndbandið af kisu þinni, þú ert nú alger kisumamma. Hvað hefur þú átt margar kisur?

Góða helgi og gangi þér vel Linda mín

Eva Benjamínsdóttir, 4.4.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Hæ Eva Mikið þykir mér vænt um að heyra frá þér.

Jamm og jæja, það er víst alveg satt.... ég hef aldrei hitt neinn, sem er alveg heill á geði og mun aldrei halda því fram að ég sé það

Og þetta með kettina..... það er nú ekki alveg á hreinu hve marga ketti ég hef átt, sennilega eitthvað um 8 í gegn um árin ef ég tel ekki kettlingana með.

Linda Samsonar Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband