Myndablogg: Upp mín sál og allt mitt geð

Hátíðarlilja 31.05.08 129 (54)

Hef verið venju fremur þreytt að undanförnu.

Jarðskjálftaþreyta og doði. Fannst síðasta vika mjöööög lengi að líða og hlakka til er skjálftavirknin minnkar.

Blómin mín standa samt fyrir sínu og gleðja augað, þótt almenn garðyrkjustörf hafi nú farið forgörðum að undanförnu.

Hér eru myndir úr gHátíðarlilja orans.08 042arðinum og af henni Mjásu minni eftir að hún skilaði sér heim.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er mjög stolt af fallegu hátíðarliljunum mínum og ætla að bæta fleiri afbrigðum í safnið næsta haust.

 

 

Mjásan komin heim 31.05.08 002Mjása komin heim og fær sér hressingu.

 

 

 

 

 

 

Takið eftir maíeplinu. Það er afar sérstök planta.

Fyrst koma loðnir, litlir knúppar og svo opnast feimnislegt litið bleikt blóm sem stendur stutt við.  Síðan breiðir flekkótt laufblaðið sig út eins og lítil regnhlíf og reigir sig sumarlangt. En ekki öll sagan sögð; Maíeplið þroskar fallegan ávöxt sem verður eldrauður líkt og lítill piparávöxtur og heitir.......Maíepli!

Ég mun birta myndir af eplunum seinna....

Maíeplið 31.05.08 129 (11)
Maíeplið 28.05.08 129 (25) Maíeplið að opnast 03.06.08 007Maíeplið fellir krónublöðin 06.06.08 010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Yndislegar myndir.....vonandi verður þurrt í mínum garði á morgun

Hólmdís Hjartardóttir, 8.6.2008 kl. 14:49

2 identicon

Glæsileg blóm og mikið er nú gott að Mjása skilaði sér.

Ragga (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Ólafur fannberg

flottar myndir

Ólafur fannberg, 8.6.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir, gott að ég er ekki ein um að hafa gaman að þessu:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 15:55

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ofsalega eru þetta falleg blóm og hvað þau gleðja augað. Ég hef aldrei séð þetta blóm "maíepli" , það er mjög sérstakt. Ég hlakka til að sjá ávöxtinn sem kemur af því. Var ekki Mjási greyið fegin að komast heim? Knús á þig Linda mín. Ég vona svo sannarlega að sjálftunum fari að ljúka, þetta er orðið meira en gott í bili.

Sigurlaug B. Gröndal, 8.6.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vá þvílík litadýrð. Þetta er æðislegt. Gaman að heyra af maíeplinu. Mig langar að verða mér út um þessa plöntu.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:24

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mikið eru þetta skemmtileg blóm hjá þér, ótrúlegt að þetta sé á íslandinu kæra.

blessi þig í kvöldið, fagur fiskur í sjó !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 19:34

8 identicon

Hæ Linda mín og gaman að rekast á þig eftir öll þessi ár. Ég þarf nú að fara að huga að garðinum mínum en í honum vaxa mjög fallegir fíflar

sandkassi (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:33

9 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir kveðjurnar, ég geymi þær á góðum stað:)

Gunnar, sömuleiðs gaman að "sjá" þig:)..... þori að veðja að þínir fíflar eru ekki jafn flottir og mínir;) Á líka FUUUUUUULLt af þeim..... er að hugsa um að fara bara að brugga fíflavín. Smakkaði það hér í eina tíða og það var bara nokkuið gott.

Kannske þú getir bruggað...þú mátt fá fífla til viðbótar hjá mér

Linda Samsonar Gísladóttir, 10.6.2008 kl. 13:26

10 identicon

já fíflavín og ristabrauð með rabbabarasultu, nú erum við að tala saman

sandkassi (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 01:09

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Yndisleg blóm. Ég elska að vinna í garðinum. Þar skarta nú túlípanarnir gulir og rauðir og fleiri fjölær blóm, en engar Hvítasunnuliljur, en mig langar í þær. Til hamingju með að Mjása er komin heim.

Svava frá Strandbergi , 11.6.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband