Dýraníðingar , hvað skal halda um þá?

Ég held að þeir sem níðast á börnum, dýrum og yfirleitt þeim sem ekki geta varið sig, séu fásjúkt fólk með mjög laskaða siðferðiskennd.

Svipuð tilvik koma því miður reglulega upp hjá ungburgeisum eins og þeim sem tilteknir eru í þessari frétt.  Vesalings mæður þeirra, segi ég bara. 

Verst þykir mér að ekki er alltaf um ungt fólk að ræða sem hegðar sér svona, harðfullorðið fólk hefur orðið uppvíst að dýrapyntingum og vanrækslu. Alltaf þegar mér verður hugsað til þessa fólks, vona ég að karmað þeirra nái þeim um síðir.......arrrgggh!


mbl.is Köstuðu grjóti í ær og lömb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr. Það er nú þannig að þó að greint sé frá tilvikum sem þessum af ungum óvitum þá er ekki allt ungt fólk undir þessum hatti sem betur fer. Nú veit ég um tilfelli þar sem einnig fullorðnir menn hafa farið hamförum um náttúru Breiðarfjarðar skjótandi allt kvikt svo að slóðin var rakin eftir þá og get eg gengið svo langt að kalla þá menn dýraníðinga og náttúrumorðingja. Þeir voru kærðir til náttúruverndarstofu vesturlands og lögreglu. En því miður er þetta of algengt að fullorðnir eru því miður lítið skárri.

kv Símon 

Símon (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæll vertu Símon. 

Mikið er ég sammála þér, og verð að segja að ég hugsaði ekki útí þetta. 

Því er það svo að níðingsskapur fer ekki eftir aldri heldur persónuleika þess sem er þannig innréttaður. Sé eitthvað til sem heitir Karma, þá mun það sækja þetta fólk heim um síðir...... vona ég.

Linda Samsonar Gísladóttir, 11.6.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband