1.9.2008 | 22:02
Gönguferð í hlíðum Reykjafjalls
Fallegir haustlitir í Sigurskúfnum að Reykjum í Ölfusi.
Sveppir, sem ég kann ekki að nefna.... veist ÞÚ hvað þeir heita og hvort þeir eru ætir?
Ég fór með vinkonu minni í göngu í hlíðum Reykjafjalls í dag eftir vinnu. Þetta er falleg gönguleið og létt undir fót, en nóg að sjá. Framanaf var svo hlýtt að við vorum fljótlega komnar úr yfirhöfnunum.
Mikið hefur hrunið úr fjallinu í jarðskjálftanum 29.maí og eru sárin víða og grjót og heilu björgin eins og hráviði um alla hlíð. Sjá hér að ofan hvar Jenný stendur við eitt bjargið og annað sýnu stærra steinsnar fyrir aftan hana og minna grjót allt um kring. Þarna hefur ekki verið gott að vera þegar mest gekk á.
Jenný bendir á sárið í fjallinu og sjá má stóra ljósleita bjargið sem brotnaði þar úr og rann nær því niður á göngustíginn.
Bjargið rann gegnum skóginn og skildi eftir sig slóð af brotnum trjám og endaði ofan á grenitré, sem enn liggur undir því.
Talsvert var um sveppi og er ég ekki klár á nöfn þeirra allra. Set ég hér myndir af þeim sem ég þekki ekki í von um að mér fróðari menn/konur, geti hugsanlega hjálpað mér með nöfnin og hvort þessir sveppir eru ætir eða ekki.
Athugasemdir
Sæl Linda mín. Þegar ég var í Hveragerði 1995 gekk ég upp og niður allar hlíðar og var að hugsa um að flytja þangað, ég var svo hrifin. Ég þekki ekki þessa sveppi, en þakka þér fyrir fallegar myndir og hafðu það yndislegt.
Eva Benjamínsdóttir, 2.9.2008 kl. 18:39
Æðislegar myndir
Svava frá Strandbergi , 2.9.2008 kl. 19:13
Þetta eru sérlega fallegar myndir og skemmtileg frásögn kæra Linda.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 4.9.2008 kl. 22:56
Sæl Linda
Vonast til að sjá þig við opnun sýningar minnar í Gerðubergi föstudaginn 12. sept. kl. 4.
Sýningin stendur til 2. nóv.
Kær kveðja
Guðný Svava Strandberg
Svava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.