Lítil saga af skrítnu pari af skóm...

Nú þegar allt ætlar um koll að keyra í samfélaginu og margir eiga um sárt að binda, langar mig að létta ykkur lund og segja örsögu af nokkru sem gerðist í verslunarferð okkar dóttur minnar á táningsaldri.

Við eyddum laugardeginum að mestu í Kringlunni við leit að jólafötum á hana. Urðu fötin að standast tvær kriteriur: 1. Að falla táningnum í geð  og 2. Að falla pyngju minni í geð....eða þarumbil. Þýddi þetta umtalsverða leit, sem barst vítt og breitt um fata- og skóverslanir uppi, niðri og á miðhæð. Fundum við eitt og annað og einhverjar jólagjafir líka, en skóna vantaði enn á táninginn.

Enduðum við í Hagkaupum og vorum báðar orðnar frekar framlágar af þramminu.   Sá táningurinn þarna skó, sem uppfylltu kröfur vorar og tók sér parið í hendur sæl og ánægð og þrömmuðum við að kassaröðinni og greiddum fyrir fenginn. 

 Ókum við nú yfir heiðina heim á leið, fegnar því að sleppa út með nær allt sem vantaði..... 

þegar heim var komið tók ég upp úr pokunum og þegar kom að skónum, fannst mér eins og eitthvað væri að. (gott ég tók eftir því núna, ekki á aðfangadag!)  Blessunin hún dóttir mín hafði semsé tekið tvo vinstri fótar skó! 

Var mér ekki hlátur í huga er ég gerði mér grein fyrir að þetta kostaði mig auka bæjarferð, aðeins til að leiðrétta mistökin!  En "Cest la vie".....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Eftir erfiðann dag í Kringlu...að enda með tvo vinstri er náttúrulega ekkert annað en fyndið.... svona eftir á!!!

Guðni Már Henningsson, 1.12.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Æ, æ, æ, þetta er nú grátbrosleg saga. Eins og það er nú gaman að þramma í Kringlunni eða hitt þó heldur. Vonandi gengur vel að fá skóinn á móti. Það er vonandi að hann verði þá til! Gangi ykkur vel kær mæðgur og farið varlega í hálkunni á Heiðinni. Knús til ykkar.

Sigurlaug B. Gröndal, 1.12.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

æææææ, ekki gott !!!

Kærleiksknús frá Lejre

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Þetta kostaði aukaferð í Kringluna og ég fékk rétta skóinn.....þannig að þetta fór allt vel:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 7.12.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband