30.11.2008 | 22:54
Lítil saga af skrítnu pari af skóm...
Nú ţegar allt ćtlar um koll ađ keyra í samfélaginu og margir eiga um sárt ađ binda, langar mig ađ létta ykkur lund og segja örsögu af nokkru sem gerđist í verslunarferđ okkar dóttur minnar á táningsaldri.
Viđ eyddum laugardeginum ađ mestu í Kringlunni viđ leit ađ jólafötum á hana. Urđu fötin ađ standast tvćr kriteriur: 1. Ađ falla táningnum í geđ og 2. Ađ falla pyngju minni í geđ....eđa ţarumbil. Ţýddi ţetta umtalsverđa leit, sem barst vítt og breitt um fata- og skóverslanir uppi, niđri og á miđhćđ. Fundum viđ eitt og annađ og einhverjar jólagjafir líka, en skóna vantađi enn á táninginn.
Enduđum viđ í Hagkaupum og vorum báđar orđnar frekar framlágar af ţramminu. Sá táningurinn ţarna skó, sem uppfylltu kröfur vorar og tók sér pariđ í hendur sćl og ánćgđ og ţrömmuđum viđ ađ kassaröđinni og greiddum fyrir fenginn.
Ókum viđ nú yfir heiđina heim á leiđ, fegnar ţví ađ sleppa út međ nćr allt sem vantađi.....
ţegar heim var komiđ tók ég upp úr pokunum og ţegar kom ađ skónum, fannst mér eins og eitthvađ vćri ađ. (gott ég tók eftir ţví núna, ekki á ađfangadag!) Blessunin hún dóttir mín hafđi semsé tekiđ tvo vinstri fótar skó!
Var mér ekki hlátur í huga er ég gerđi mér grein fyrir ađ ţetta kostađi mig auka bćjarferđ, ađeins til ađ leiđrétta mistökin! En "Cest la vie".....
Athugasemdir
Eftir erfiđann dag í Kringlu...ađ enda međ tvo vinstri er náttúrulega ekkert annađ en fyndiđ.... svona eftir á!!!
Guđni Már Henningsson, 1.12.2008 kl. 00:22
Ć, ć, ć, ţetta er nú grátbrosleg saga. Eins og ţađ er nú gaman ađ ţramma í Kringlunni eđa hitt ţó heldur. Vonandi gengur vel ađ fá skóinn á móti. Ţađ er vonandi ađ hann verđi ţá til! Gangi ykkur vel kćr mćđgur og fariđ varlega í hálkunni á Heiđinni. Knús til ykkar.
Sigurlaug B. Gröndal, 1.12.2008 kl. 21:18
ććććć, ekki gott !!!
Kćrleiksknús frá Lejre
sSteinunn Helga Sigurđardóttir, 6.12.2008 kl. 19:46
Ţetta kostađi aukaferđ í Kringluna og ég fékk rétta skóinn.....ţannig ađ ţetta fór allt vel:)
Linda Samsonar Gísladóttir, 7.12.2008 kl. 12:34
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.