Í faðmi fjölskyldunnar á jólum

Þar sem ég bý í Hveragerði og móðir mín og tveir bræður mínir búa í Kópavogi, gefast ekki margar stundir yfir árið sem við hittumst öll saman.

Jólin eru þess vegna helguð fjölskyldunni. Á aðfangadagskvöld fórum við dóttir mín og kærastinn hennar, til mömmu og borðuðum þar.  Eftir að hafa opnað pakkana í rólegheitum fórum við og vísiteruðum bræður mína og fjölskyldur þeirra. Þetta höfum við gert alveg síðan faðir minn lézt 1995 og er orðið órjúfanlegur hluti jólahalds okkar. Fyrst litum við inn hjá Benna bróður og Siggu konu hans og fylgdumst með börnunum þeirra, Herthu Kristínu, Gísla Jóni og Stefaníu Agnesi er þau opnuðu pakkana sína. Það var gaman að fylgjast með og taka þátt í gleði þeirra og spenningi. 

Síðan litum við inn til Arnars Smára, Sigrúnar, Ólafar Agnesar, Gísla Steins og Arnars og spjölluðum við þau áður en heim var haldið með mömmu og svo yfir Hellisheiði. Hún var glerhál og var ég þeirri stund fegnust er ég komst aftur niður á jafnsléttu. 

Í dag hef ég ekki farið úr náttfötunum, heldur svona  dólað mér í rólegheitunum og notið þess að vera ekki undir pressu eins og undanfarna daga:) 

Síðan verður aftur haldið að hitta fjölskylduna á morgun og enn aftur um áramótin ef veður leyfir.

Ída Bjarney 24.12.2008 052

24.12.2008 054

Benni og börnin 24.12.2008 071

Hér að ofan má sjá Ídu, dóttur mína og James, kærasta hennar.

Svo er neðst mynd af Benjamíni bróður mínum að taka upp gjöf með börnum sínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gleðileg jól kæra vinkona.  Gaman að sjá mynd af dóttur þinni og ekki síður Benna vin minn. ;)

Guðni Már Henningsson, 25.12.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

lítill heimur, benni sem er bróðir þinn er giftur frænku mannsins míns, hans gunna palla !!!

JólaLjós í hjartað þitt frá mér í Lejrekotinu !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fallegar fjölskyldumyndir!

Linda mín. Njóttu það sem eftir lifir jólanna. Óska þér og þínum skemmtilegs gamlaárskvölds. Megi nýtt ár verða ykkur gleði- og gæfuríkt

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir innlitið ágætu bloggvinir :)

Óska ykkur alls hins besta á nýju ári og þakka samleiðina í bloggheimum.

Linda Samsonar Gísladóttir, 30.12.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband