Árið 2009 .... ár uppbyggingar, ekki niðurrifs.

Þingvellir á Gamlársdag 2008

Um leið og ég óska ykkur sem lesa þennan litla pistil minn, árs og friðar, þá vil ég einnig óska ykkur hamingu og gleði, óháð efnahag og umhleypinga í Íslensku þjóðlífi.

Látum 2009 verða í minningunni það ár, sem við stóðum okkur vel þrátt fyrir mótbyr og erfiðleika. Verum jákvæð án þess að láta  valta yfir okkur. Nýtum betur það sem við eigum, bæði innra með okkur og það sem veraldlegra er. 

Umfram allt reynum að vernda börnin okkar og þá sem ekki geta staðið einir í lífsbaráttunni. 

Gleðilegt ár, farnist ykkur vel og þakkir fyrir innlitin á bloggið mitt á liðnu ári.

Myndirnar tók ég á Gamlársdag er ég fór til Þingvalla sem skörtuðu sínu fegursta í einstakri blíðu.

Við Þingvallavatn á Gamlársdag 2008

Undir Ingólfsfjalli 31.12.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðilegt ár Linda mín! Já skundum á Þingvöll og treystum vor heit.Svo innilega sammála öllu sem þú segir hér. Gaman að sjá myndirnar af dóttur þinni og kærast. Benni orðinn 3 barna faðir ég hefði þekkt hann ónafngreyndan þrátt fyrir skeggið,en hann vann lengi með Jónínu dóttur minni. Kær kveðja til allra,  stórt knús.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Fallegar myndir og góður boðskapur. Gleðilegt ár. Er sú neðsta ekki undir Ingólfsfjalli?

Þorsteinn Sverrisson, 1.1.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Gleiðilegt ár, Linda mín og takk fyrir allar fallegu færslurnar þínar. Endilega haltu áfram að taka og birta svona fallegar myndir  á blogginu þín. Megi nýja árið færa þér og þínum gæfu og gott gengi. Kveðja úr Þorlákshöfninni.

Sigurlaug B. Gröndal, 2.1.2009 kl. 13:33

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir , og jú Þorsteinn, þessi er tekin undir Ingólfsfjalli á heimleið úr Þingvallasveitinni:) Ótrúleg birta ekki satt?

Linda Samsonar Gísladóttir, 2.1.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sömuleiðis kæra linda !

fallegar myndir !

AlheimsLjós til þín og þinna

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband