10.1.2009 | 23:47
Sjáðu fyrir þér eftirfarandi.....
Stór pappakassi. Í honum eru yfir 200 mýs með unga sína. Gefum þeim lítið og sjaldan að borða og drekka og læknum ekki þær sem verða sjúkar.. og skjótum að lokum ofaní kassann með haglabyssu.
Er þetta falleg mynd, sem ég dreg upp? Það virðist vera að einhverjir geti sætt sig við svona aðfarir, allavega er til heljarins hellings glás af fólki sem lætur sér á sama standa þótt eitthvað svipað þessu sé að gerast í innilokuðum bæ einum, kölluðum Gaza. Og í stað músa eru þar lifandi menn með konur sínar og börn. Þetta fólk hefur þolað innilokun og skort á matvælum og læknishjálp í fleiri mánuði. Og í stað haglabyssu eru spengjur og eldflaugar meira að segja fosfórsprengjur, sem eru algerlega ólöglegar. Þetta fólk getur ekkert leitað og á ekkert skjól. Hverjir eru bandamenn þess? Hvað gera þeir? Hvað stoppar þá?
Hvað er orðið um mannlegt siðferði þegar vesturlönd láta þetta nær óátalið. Og Bandaríkjamenn sitja hjá þegar góðlátlega er sett ofaní Ísraelsmenn.
Ég reyni oft að sitja hjá og/eða slá á jákvæðar nótur þegar pólitík er annars vegar hér á blogginu, en mér er um megn að þegja núna.
Samúð mín er með því vesalings fólki sem þjáist og deyr vegna þessa óhugnanlega og óþarfa stríðs.
Ég hvet bloggara að láta skoðun sína í ljósi í von um að ég eigi hér marga skoðanabræður og systur.
Eitt sinn endur fyrir löngu söng ég lag Gylfa Ægissonar, Hinzta bón blökkukonunnar, á hans fyrstu plötu og finnst mér textinn eiga vel við í dag.... setti lagið hér á síðuna.
Athugasemdir
Sæl Linda, ég hélt fyrst að þú værir að tala um Suðurland eftir að búið verður að leggja Sjúkrahúsið niður.
Það hefði hæglega getað verið svona, kassi pakkaður af músum eða Suðurland og allir heima það verður alvarlegt slys, t.d. öflugur skjálfti eða kona í barnsnauð og Suðurlandsvegur lokaður, enda ekki boðlegur vegur, aflagt sjúkrahús í eyði eða orðið, sem stefnir í, elliheimili.
Ísland í dag?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2009 kl. 17:05
Búin að vaka of mikið út af þessu,hef skrifað heilar ritgerðir sem ætlaðar voru Krissa syni mínum hér á blogginu en þurrkaði þær allar út. BARA EITT Á HREYNU ÞESSU VERÐUR AÐ LINNA
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2009 kl. 21:44
Þetta er ekkert annað en þjóðarmorð! Alltaf stendur kaninn við bakið á Israelsmönnum. Hatrið er orðið svo mikið og innbrennt í sálirnar að ég er farin að efast um að þarna verði nokkurntíma friður. Svo er eins og enginn þori að skerast í leikinn af fullri alvöru og stoppa þetta. Hvenær skyldi sá dagur koma að þarna yrði alvöru friður? Ég bara spyr.
Sigurlaug B. Gröndal, 12.1.2009 kl. 22:22
Því miður að þá er fréttaflutningur frá þessum atburðum bara á einn veg og þá er máluð upp afar dökk mynd af Ísraelsríki.
Ímyndum okkur að við værum ekki eyja, heldur lítil þjóð mitt á milli stórríkja,sem að öll vildu afmá okkur af landakortinu, þ.e. útríma okkur og væru jafnvel með það í yfirlýstri stjórnarskrá sinni, ekki semja við Ísland, útrímum því.
Við komust kannski svolítið nærri þessu, þegar að Bretar settu á okkur hryðjuverkalögin og fáir voru bandamennirnir á bak við okkur. Þó er það ekki í líkingu við það sem að Ísrael hefur þurft að þola af sínum nágrönnum alla tíð og aldrei verið sannur samningavilji þar.
Samtök sem að eru að sönnu hryðjuverkasamtök og berjast því ekki eftir neinum reglum, hlífa ekki saklausum borgurum, hvorki sínum eigin, né þeim sem þeir eru að herja á. Skjóta flugskeytum sínum af lóðum leikskóla, sjúkrahúsa, inni í miðri borg og senda sín eigin börn með sprengur inn á sér inn á svæði Ísraelsmanna.
Ég spyr hvar eru bandamenn Palestínumanna, þá meina ég saklausra borgar, sem ekki eiga neinn þátt í þessu stríði. Afhverju opna þessi nágrannaríki ekki lönd sín og koma upp flóttamannabúðum og læknisaðstoð, utan Palestínu. Mér finnst þessi samúð vera í orði, en ekki á borði.
Ég mæli ekki með drápum á saklausum borgurum, hvorki borgurum á Gasa, né í Ísrael. Gleymum ekki því að ástæðan fyrir þessum ófriði, eru gengdarlausar flugskeytaárásir Hamars og sjálfsmorðsárásir þeirra á saklausa borgara Ísraels.
Þetta er alls ekki svona svart hvítt, eins og menn láta.
G.Helga Ingadóttir, 13.1.2009 kl. 10:06
Komdu sæl Linda mín, þó að við horfum kannski ekki eins á málin, að þá trúi ég því að við séum báðar friðarsinni og þráum það að mannkynið hætti að láta illsku og græðgi stjórna sínum gjörðum. Enginn er undantekinn hvað það varaðar með egó-hyggjuna, öll þurfum við að skoða okkur sjálf og dæma af sanngirni.
Guð blessi þig og það var alltaf gaman að hitta þig í búðinni góðu á Selfossi. Gaman væri að hitta þig, þú ert alltaf velkomin í Eldstó Café á Hvolsvelli.
G.Helga Ingadóttir, 13.1.2009 kl. 10:11
Flestir eru sammála um að Ísraelsmenn munu ekki slá neitt af í ofríki sínu gagnvart Palenstínsku þjóðinni; öðruvísi en að Bandaríkjamenn neyði þá til þess.
Bandaríkjamenn munu varla beita hörku gagnvart Ísraelsmönnum á meðan að almenningur beitir ekki þrýstingi. Sá þrýstingur mun ekki aukast að neinu ráði á meðan Amerísku fréttastöðvar flytja fréttirnar út frá sjónarhorni aðalbandamanna Bandaríkjanna.
Kristján Þór Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 10:52
Þú átt sérkennilega vini Linda, eins og þessa Guðrúnu sem, með guðs orð á vörum, réttlætir dráp á börnum, konum og varnarlausum gamalmennum með því að kenna Hamas um allt saman.
Fróðlegt að sjá það, sérstaklega í ljósi þess að talsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem eru á staðnum og horfa á skrifstofur og skóla samtakanna sprengdar í loft upp, neita því alfarið að skotið hafi verið frá stöðum þeirra.
Hvort er líklegri til að ljúga, hlutlausir starfsmenn Sþ eða talsmenn Ísraelshers sem reyna hvað þeir geta til að réttlæta stríðsglæpina?
Takk annars fyrir Linda. Það er ekki endalaust hægt að láta eins og hörmungarnar í kringum sig komi sér ekki við!
Torfi Kristján Stefánsson, 15.1.2009 kl. 18:05
Takk öll fyrir athugasemdir ykkar.
Vitanlega erum við ekki öll á sama máli, en ekkert og enginn fær réttlætt þá atburði sem eru að gerast í Gaza. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt af þeim valdameiri að níðast á hinum minnimáttar. Alveg sama hverrar trúar eða hvar í pólitík viðkomandi stendur.
Hvað fréttaflutning varðar er verst hve vestrænir fjölmiðlar eru hallir undir Bandaríkjamenn og skjólstæðing þeirra, Ísraelsmenn. Réttlætiskennd minni og flestra þeirra er ég þekki er sárlega misboðið og þá er ekki von að við látum heyra í okkur.
Linda Samsonar Gísladóttir, 15.1.2009 kl. 19:56
Högni.... gaman að heyra frá þér eins og alltaf:)
Ég ákvað nú bara að bregðast við þínu innleggi og blogga um það..... eða þannig;)
Linda Samsonar Gísladóttir, 15.1.2009 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.