15.1.2009 | 21:06
Að pissa í skóinn sinn
Ég verð að segja að ég fékk vott af samviskubiti þegar ég las athugasemd Högna Sigurjónssonar um síðasta pistil minn, því hún hitti í mark. En ég ætla hér að bæta úr þessu eftir fremsta megni...
Boðaður samdráttur á heilbrigðisþjónustu hér á Suðurlandi er hreinasta hörmung og ber vitni skammsýni þeirra sem yfir þennan málflokk eru settir. Þegar til langs tíma er litið mun þetta skaða (lesist:kosta) þjóðfélagið mun meira en sá skammtíma sparnaður sem verið er að sækjast eftir.
Það, að ekki verði hægt fyrir barnshafandi konur að fá nauðsynlega þjónustu hér austan Hellisheiðar er óskiljanlegt! Og eins og Högni nefndi, þá er þessi stóra ógn alltaf yfirvofandi að jörðin fari aftur að nötra. Við sluppum vel síðast..... og þar áður. En á meðan verið er að tappa af þrýstingnum uppi á heiði með borholum, og hugsanlega fleirum í bitru (megi það aldrei verða), þá óttast ég að við séum bara búin að fá nasasjón af því sem eftir á að koma. Hér er nauðsynlegt að hafa fullbúið sjúkrahús með skurðstofu og tilheyrandi svo hægt sé að bregðast við hvers kyns vá.
Það sama er uppá teningnum varðandi þjónustu við þá sem eru með e.k. fötlun og þroskafrávik. Það stefnir í að það fólk muni eftirleiðis fá mun minni þjónustu, sem leiðir svo til aukins kostnaðar vegna þessa sama fólks eftir nokkur ár. Í gamla daga var þetta kallað að pissa í skóinn sinn , sem er skammgóður vermir eins og alþjóð, eða ætti ég að segja alþýðan, veit..... Ég er að reyna að sjá fyrir mér einhverja líkingu sem lýsir ástandinu á ráðamönnum um þessar mundir.... svona af því að ég notaði pappakassann hér í pistilnum á undan. Hm.... hafiði séð dýrahjarðir á sléttum Afríku þegar flogið er yfir þær? Dýrin verða ringluð og óttaslegin og hlaupa þvers og kruss og út um allt.... og þegar ógnin er hjá, þá eru þau sundruð og afvegaleidd. Getur þessi líking passað?
Eins og sést er farið að síga svolítið í bjartsýnina mína enda hefur ástandið snert mig persónulega, þó enn haldi ég starfi mínu....... en ekki meira um það.
Athugasemdir
GIMSTEINN
Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:28
Þarna hafið þið mæðgur verið "vel" tengdar, Sæl Linda og sú stutta haft eitthvað fram að leggja í einhverri umræðu.
Ég hef áhyggjur af þessu ,,ég verð bara að segja það" og að þessir "pappakassar" skuli láta sér detta í huga að allt eigi nú endanlega að fara suður í Reykjavíkurhrepp og af öllu skurðstofan á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Mér er sossum sama þó svo að einhverjir stjórar fari suður, ef það sparar meira en það sem kostar að þau sem hér eru fari á atvinnuleysisbætur og missi húsin sín og heilsuna, en fæðingarhjálp og neyðarhjálp verður, að mínu mati, að vera hægt að veita, hér áSuðurlandi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.1.2009 kl. 23:34
falleg mynd ag ykkur !
Ljós á hugarbreytingar á Íslandi
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.