17.1.2009 | 20:20
EINELTI > Hve margir eru þolendurnir?
Ég datt inná bloggsíðu ungrar stúlku að nafni Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir í dag. Hún er að skrifa um þau 9 ár, sem hún sætti einelti í skóla, og hvernig hún stóð ein og skólayfirvöld kusu að skella skollaeyrum við því er hún leitaði til þeirra í nauðum sínum.
Einelti getur verið banvænt. Það tærir og slítur og nagar sálina í þeim sem fyrir því verður og getur að endingu orðið til þess að hann kýs að taka eigið líf. Aðrir, sem lifa af eineltið, bera sár á sálinni það sem eftir er.
Vil ég hvetja þá er hafa áhuga á málefninu að líta á síðu þessarar hugrökku stúlku og lesa sögu hennar. Fróðlegt er líka að sjá færslur þær sem sumir skólafélagar hennar fyrrverandi hafa fundið sig knúna til að skrifa, og oft án nafns.
Hólmfríður, eða Fríða eins og hún kallar sig, er ein margra sem þolað hafa einelti í langan, óbærilegan tíma. En Hún er ein fárra sem kemur fram og segir frá því opinberlega. Með því sýnir hún fádæma hugrekki og er um leið að byggja sjálfa sig upp og er fyrirmynd og styrkur þeim sem standa í hennar sporum.
Dóttir mín sem er jafn gömul Fríðu, sætti einelti í skóla sínum um árabil og lagðist það mjög þungt á hana. Hún er hæfileikaríkur teiknari og gerði myndina hér að neðan í fyrra þegar henni leið sem verst. Það þarf engan snilling til að sjá hvernig henni leið.
Ég sendi Fríðu og fjölskyldu hennar mínar bestu óskir um bjarta framtíð.
Athugasemdir
Já, þessi stúlka á það skilið að við styðjum við hana. Öll þekkjum við fórnarlömb eineltis sem skólayfirvöld hafa snúið baki við og ákveðið að taka afstöðu með gerendunum. Systursonur minn fékk að kenna á slíku ofbeldi í Háteigsskóla og við eigum enn erfitt með að fyrirgefa það. Viðbrögð skólastjórans sitja meira i okkur en ofbeldi skólafélaga hans. Þótt það sé óafsakanlegt voru þeir þó börn en skólastjórinn ekki.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.1.2009 kl. 20:53
Þau eru víða skemdu eplin.
Linda, var þetta í GÍH?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.1.2009 kl. 20:56
Já, Högni, þetta var í GÍH
Linda Samsonar Gísladóttir, 17.1.2009 kl. 21:35
Ég kannast við þetta vandamál þar og því fyrr sem við skiptum um skólastjóra og 3 kennara því betra.
Minn yngri varð fyrir einelti eins kennara, undann henni var kvartað frá þetta tveimur og uppí fjórum heimilum á vetri.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.1.2009 kl. 22:39
Linda mín, ég hef samúð með öllum sem eru beittir ofbeldi, einelti er ekkert annað. Myndin að ofan er aldeilis sterk og gott að frænka kom þessu að einhverju leiti frá sér, á þennan hátt - er hennar náðargjöf.
Gangi ykkur vel elskan mín, viðurkenni að ég veit ekki hvað GÍH er og það er heldur ekki hægt að ætlast til að maður viti allt . baráttukveðja, eva
Eva Benjamínsdóttir, 17.1.2009 kl. 22:51
Ég skal bara upplýsa þig Eva um það, mín skoðun á þeim sumum þar er þekkt, þetta er Grunnskólinn í Hveragerði.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.1.2009 kl. 23:38
Frásögn Fríðu er öllum sem þau lesa áminning um að líta í kringum sig og taka til hendinni. Ég datt inn á síðuna hennar á föstudaginn s.l. og mér varð hugsað til systurdóttur minnar sem kvaldist af einelti og ofbeldi í einum af grunnskólum Hafnarfjarðar. Meðferðin á henni var með ólíkindum. Það sem sló mig mest var að í Varmárskóla, þar sem Hólmfríður var nemandi var verið að "vinna" með Ölweus verkefnið. Hvað skyldu margir skólar standa sig í því verkefni? Það væri gaman að láta kanna það.
Sigurlaug B. Gröndal, 18.1.2009 kl. 13:14
Sigurlaug! enginn skóli, einhverjir kennarar gera það örugglega en enginn skóli í heild sinni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.1.2009 kl. 13:47
Linda mín! Hef bara eitt orð um þennan ófögnuð skelfilegt. Þurfti aðeins að taka á því hjá einu af átta börnum mínum. Þvílíkt úrvalslið kennara og skólastjóra í Kársnesskóla,tókum á því saman.
Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2009 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.