Uppfærsla á : Er ég algjör auli eða hvað? Ég væri það ef ég andmælti ekki þessu óhemju OKRI !

 

Ég var lasin heima og fór að líta á bókhaldið í bankanum mínum. Skoða hvað ég er að greiða hverjum og hve mikið. Fá einhvers konar heildarsýn á fjármálin. (Það má alltaf reyna)

Sé í allri reikningabeðjunni að ég er að greiða þremur fyrirtækjum fyrir orkuna á heimilinu og finnst það eitthvað skrítið.

Ég greiddi orkusölunni tæpar 7.000 krónur, Rarik tæpar 9000 krónur og Orkuveitunni rúmar 5000 krónur.

Bíðum nú við, ég greiði fyrir hita og rafmagn..... fyrir hvaða orku er ég þá að greiða með þriðja reikningnum, eða hvaða reikningi er ofaukið?  Og af hverju í ósköpunum var ég ekki búin að athuga þetta fyrr? Duh , auli! myndu krakkarnir nú segja við mig, ekki satt?

Þetta hefur eitthvað með það að segja að það urðu einhverjar tilfæringar hér í bænum (Hveragerði) með orkusölu og þegar eitt fyriræki kom inn í stað annars, lítur út fyrir að  gamla fyrirtækið  hafi haldið áfram að senda reikninga.... en hver skaffar orkuna?  Hverjum á að greiða....?????

Kannast einhver við svipað og þetta og, eða, veit skýringuna á þremur reikningum fyrir tvenns konar orku?

Mér þætti frólegt og vænt um að vita það.

Hef reyndar sent tveimur af þessum fyrirtækjum tölvupóst með beiðni um útskýringar og bíð spennt eftir svörum.  Bæti þeim hér aftan við er þau berast.....

 Kveðja, að sinni úr Hveró:)

Hér að neða skeytti ég svar sem ég fékk frá Rarik ....takið eftir hækkuninni milli mánaða!!! (og á ári)

Orkusalan hefur ekki svarað mér en hér kemur svar frá Rarik. 

RARIK sér um dreifingu á rafmagni en ekki notkun á rafmagni. Til okkar ertu að greiða dreifingu og mælagjaldið. Ég sendi þér hér yfirlit frá febrúar 2008-febrúar 2009.

 

 ----

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kröfueigandi: 01 RARIK raforkudreifing -

 

 

 

 

 

 

Valin notkunarstaður: Allir

 

 

 

 

 

 

Dags frá: 01.02.2008 til 28.02.2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reiknnr

Notkstnr

Notkunarstaður

Útgdags.

Gjalddagi

Uppgrdagur

Upphæð

Eftirstöðvar.

Kröfueigandi

7996892

2043427

Borgarheiði 8H

9.2.2008

5.3.2008

5.3.2008

2.679

0

RARIK raforkudreifing

8066676

2043427

Borgarheiði 8H

8.3.2008

3.4.2008

3.4.2008

2.967

0

RARIK raforkudreifing

8135273

2043427

Borgarheiði 8H

13.4.2008

5.5.2008

5.5.2008

2.868

0

RARIK raforkudreifing

8203649

2043427

Borgarheiði 8H

11.5.2008

4.6.2008

4.6.2008

2.967

0

RARIK raforkudreifing

8271254

2043427

Borgarheiði 8H

8.6.2008

3.7.2008

3.7.2008

2.868

0

RARIK raforkudreifing

8340681

2043427

Borgarheiði 8H

5.7.2008

6.8.2008

6.8.2008

2.967

0

RARIK raforkudreifing

8411099

2043427

Borgarheiði 8H

10.8.2008

3.9.2008

3.9.2008

3.140

0

RARIK raforkudreifing

8481272

2043427

Borgarheiði 8H

6.9.2008

3.10.2008

3.10.2008

3.040

0

RARIK raforkudreifing

8550852

2043427

Borgarheiði 8H

5.10.2008

5.11.2008

5.11.2008

3.146

0

RARIK raforkudreifing

8620456

2043427

Borgarheiði 8H

8.11.2008

3.12.2008

3.12.2008

3.040

0

RARIK raforkudreifing

8689684

2043427

Borgarheiði 8H

6.12.2008

6.1.2009

6.1.2009

3.041

0

RARIK raforkudreifing

8761248

2043427

Borgarheiði 8H

10.1.2009

3.2.2009

 

8.785

8.785

RARIK raforkudreifing

Eftirmál....

Ég fékk þá skýringu að  ofangreind upphæð væri vegna aukinnar rafmagnsnotkunar hjá mér, en eftir stendur að það er dýrara að flytja til mín rafmagn, heldur en rafmagnið sjálft. Finnst mér það skrítið.

Og nenni ég svo ekki að viðra þetta frekar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Linda,

getur verið að eitt fyrirtækið sjái um hitann hjá þér, annað fyrirtækið framleiði orkuna og það þriðja sjái um að flytja orkuna til þín (Orkusalan)? Passaðu þig svo á því að fá ekki seðilgjöld á allt saman!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.1.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ! Sá þetta í kvöld,ætlaði að spyrja vinkonu mína sem býr þarna,hvort þessu er þannig háttað hjá henni, en náði ekki.  Já gott þú fórst að róta í þessu. Ingibjörg áminnir þig að borga ekki seðilgjöld er búið að afnema þau?  kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2009 kl. 02:08

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Orkuveita Reykjavíkur er með hitann, Orkusalan selur þér rafmagnið og Rarik flytur rafmagnið frá virkjunn til þín, þökkum Margréti Sverrisdóttur þetta okur og þessa vitleysu sem er í gangi með Orkusöluna og Rarik.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.2.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir Högni..... alveg ótrúleg steypa, eins og krakkarnir segja!

Óþolandi vitleysa.

Linda Samsonar Gísladóttir, 1.2.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæl Linda, það segir sig alveg sjálft að um áramótin hefur einhver hjá RARIK fengið hugmynd að sparnaði og það góða, jú sjáðu nú rukka þeir bara þig fyrir 8V og 8H og þurfa því ekki að senda tvo seðla.....

Athugaðu svo annað, þessi fyrirtæki þ.e. Orkusalan og Rarik eiga að heita aðskilin enn EF það er sínhvor manneskjan sem fær tölvupóstana frá þér þá sitja þær örugglega við sama borðið.

Reikningarnir fyrir orkuna og flutninginn eru yfirleitt mjög svipaðir, hjá mér allavega.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.2.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband