Af undarlegri urt

Ég kaupi stundum Avocado til að bragðbæta salatið mitt.  Í nóvember keypti ég enn eitt slíkt. Hafði það kjarna sem var klofinn, hýðið farið að losna og rætur farnar að myndast.

Ákvað ég að setja kjarnann í vatn og þá fór þá lítil spíra að koma upp í miðju hans. Setti ég hann þá í mold og hér sjáið þið árangurinn, hina undarlegustu en um leið undurfagra jurt, sem kom upp og lifir enn. Við köllum hana Drekajurt hér á heimilinu, því hún er engum öðrum jurtum lík, sem við höfum séð.

Avocado urtin

 

 

 

 

 

 

su_litla_urt_24_12_2008_008_789446.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

undir_engils_augum_24_12_2008_026.jpg

 

 

 

falleg_02_02_2009_003.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Undur! sköpun,hvernig er þá hugarheimurinn?

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2009 kl. 07:27

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Linda, er þetta nokkuð Auður þriðja?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.2.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Linda.

Þetta er fallegt og magnað.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 9.2.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæl verið þið:)

Nei, nei Ingibjörg, þetta er Drekajurtin okkar og alls ekki skyld henni Auði úr Hryllingsbúðinni;-)

Hefur ekki áhuga á blóði, enda mjög smágerð þó hún sé þétt í sér og stinn.

 Kveðja,

 Linda

Linda Samsonar Gísladóttir, 9.2.2009 kl. 22:18

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sjúkkit, sem betur fer!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.2.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Alveg ótrúlega fallega sérkennileg jurt. Ég hef aldrei séð jurt sem þessa. Ég vona að hún lifi lengi til að sjá hvað verður meira úr henni. Endilega settu inn myndir af henni svo ég geti fylgst með. Knús og kveðjur.

Sigurlaug B. Gröndal, 12.2.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband