24.2.2009 | 21:36
Auður, mannauður ........ auðmaður???, ...... leikur að orðum.
Sumum tekst vel upp að orða hugsanir sínar. (mun betur en mér, t.a.m.) Og semja svo lag við textann.... Magnús Þór Sigmundsson stendur þar framarlega á brúnni. Hann samdi lagið Auður og langar mig að deila því með ykkur. Þórunn Antónía, dóttir Magnúsar syngur lagið. Þetta lag hefur ekki farið hátt og vil ég gera mitt til að það fari nú ekki alveg hjá garði þegar við þörfnumst einhvers sem gott er að hlusta á og hlýða á góðan boðskap í leiðinni. Það er hér til hliðar ...... í svarta reitnum.
Ég hvet ykkur til að hlusta.....og Magnús, takk fyrir lánið.....:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.