Hverasvæðið ofan Hveragerðis - enn stækkar það. The new hotspring area in Hveragerdi is still expanding.


The big kettle (red) the tourists (blue) and the formation of new hot springs (the blue line)Ég hef fylgst grannt með nýja hverasvæðinu, sem myndaðist ofan Hveragerðis eftir jarðskjálfann 29.maí 2008.  Það stækkar sífellt og hveraflekkir eru enn að myndast sunnan, suðvestan og vestan við það. Ef þið skoðið myndina hér að ofan má sjá mikinn hveraketil uppi í hlíðinni (merktur með rauðum hring á einni myndinni). Þarna nákvæmlega þar sem hann er núna, gekk ég með vini mínum í ágústlok og sá að gróðurinn var dauður og deyjandi og að jörðin undir fótum mínum var heit. Hafði ég á orði að mér liði ekki vel þarna, væri hálf hrædd! Neðan við þennan risaketil sjást örlitlir deplar, en það eru menn að skoða sig um. (setti bláan hring um þá). Þarna eru fleiri hverir að opnast á næstunni, þar er svæðið þegar orðið ljósgráleitt vegna hverahrúðurssmitunar upp á yfirborðið.  Til hliðar teiknaði ég bláa línu í gegn um dökkmosagræna flekki, sem ég tel að séu merki um að hverir séu að brjótast upp þar. Liggja þessir flekkir eflaust á sprungu sem liggur þarna niðureftir hlíðinni.  Ætla ég að fylgjast með þessu svæði áfram og taka myndir og setja hér ef þetta reynist rétt hjá mér. Ég hef farið þarna margoft um en finnst svæðið orðið vægast sagt mjög varasamt. Ráðlegg ég öllum, sem vilja skoða þetta fallega en hættulega svæði að fara mjög varlega, því hverirnir hola oft jörðina umhverfis og er opið þá mun minna en hverinn sjálfur og getur jörðin skyndilega gefið sig undan fótum manns og óska ég engum að lenda í slíku. Og í öllum bænum verið ekki með börn eða lausa hunda þarna!

I've been keeping an eye on the new hotspring area just above my hometown Hveragerdi since it awakened after the earthquake on 29th og May 2008. In August I was walking above the area with a friend of mine and I felt the heat beneath me and told him I didn't like being there. Exactly where I then stood, is a big kettle now, a huge hot spring one can see in the pictures here. In one of the picture (the one above) I circle it with red and beneath it there are dark dots  circled wit blue. Those dots are tourists. And the blue line drawn through the dark spots on the hill, I suspect is an area with underlying heat, just weeks from reaching the surface.  Those who want to go and check this area out for themselves, please tread lightly and be extra careful, for the hot springs are often in a hollow beneath the surface than and can cave in unexpectedly. But the beauty of this area is still enchanting.

The sizzling hot spring area above the Frost and Funi motel

Vibrant colors of the hot spring area

Tourists looking at the huge hot spring kettle

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir fróðlega og góða útlistun. Það hlýtur að vera ævintýri að fylgjast með þessu.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.3.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir:)

Ég er hvort tveggja heilluð og hrædd þegar þetta svæði er annars vegar. Náttúruöflin eru svo ótamin og ógnvænleg, en um leið svo stórfengleg og falleg. 

Kveðja,

Linda

Linda Samsonar Gísladóttir, 3.3.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband