Græðgin á sér mörg og ljót andlit....

 

 Græðgi

 

 

 

 

 

Nú fer um mig eins og bloggarann forðum í áramótaskaupinu, sem hljóp beint eftir fréttirnar til að blogga.

Ég get ekki orða bundist yfir því, sem kom fram í Kastljósi nú í kvöld.

Ungar stúlkur sem hyggjast taka þátt í fegurðarkeppni Íslands eru neyddar til að skrifa undir vægast sagt íþyngjandi samning sem bindur hendur þeirra næstu 3 ár eftir keppni.

 

Þær skuldbinda sig meðal annars til að:

 

Segja engum frá samningnum, þ.m.t. foreldrum. ALdrei!!!!

Afsala sér ÖLLUM rétti til að krefjast bóta verði þær fyrir skakkaföllum í keppninni.

Láta keppnishaldarann hafa milligöngu um öll fyrirsætustörf, viðtöl ofl og borga honum 30% af brúttótekjum sem koma inn fyrir þau störf næstu ÞRJÚ árin!

 blogga ekki...... 

Og sú sem vinnur.....  ja, hún skrifar uppá það að halda sér eins....þ.e.a.s.  halda sömu þyngd, hárlit o.þ.h. Og að halda "sér í formi, líkamlega og andlega"  

Og ef viðkomandi rýfur samninginn, þá á hún að greiða keppnishaldaranum 200.000 kr. Og að auki má hannhenda henni út úr keppninni og láta upp hvaða ástæðu sem honum sýnist fyrir því opinberlega og hún á þá engan mótmælarétt.

-------------------

Þetta eru bara dæmi úr þessum óþverrasamning.....

Það virðist sama og ekkert skrifað um skyldur keppnishaldarans gagnvart fórnarlambi sínu í þessum samningi.

Lögrfræðingur sem talað var við í Kastljósi sagði af og frá að þessi samningur gæti staðist skv. Íslenskum lögum. Það væri með ólíkindum að stúlkur afsöluðu sér öllum sínum réttindum. Og að málfrelsið væri alveg frá þeim tekið. Og þar að auki væri í samningnum þvílíkur aragrúi af stafsetningarvillum að greinilegt væri að ekki væri hér fagmaður á ferð.  

Græðgin á sér mörg og ljót andlit.....

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já sammála þetta er alveg ótrúlegt. skrítið að láta sig hafa það ?

fallega helgi til þín

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband