25.6.2009 | 20:30
Hvað get ég gefið skógarþrastarunga......
.........sem vill ekki borða ánamaðka?
Hann vill ekki opna gogginn fyrir mig eftir að ég reyndi að troða iðandi maðki uppí hann.
Kettirnir mínir voru búinir að króa hann af og ég hljóp á hljóðið í honum og náði honum, að ég held áður en þeir voru búnir að særa hann. Skoðaði hann svona eftir því sem ég gat og sé ekkert sár, en það er erfitt að sjá. Vona að litla skinnið sé ekki morandi í flóm, mig klæjar alveg við tilhugsunina!!!! Ætla að fara að skella mér í sturtu!
Ef einhver veit hvað ég get maukað og gefið honum, og hvort hann megi éta fuglafræ, þá þætti mér vænt um að vita það.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Linda Samsonar Gísladóttir

Er Þroskaþjálfi og margt fleira...
Söng eitt sinn fyrir landsmenn, popp, dægurlög, jazz og blús, en syng mest fyrir sjálfa mig núorðið. Tek kynstur af myndum af náttúru og garðinum mínum og því sem kallar á mig. Leik mér við keramik gerð og tek myndir af afrakstrinum, auðvitað.
lindasg@simnet.is
I live in a small village in South Iceland, surrounded by beautiful landscape of mountains, lava fields, lots of hot springs, a small river and handful of trees.
I am a social educator, singer and a potter and worked with preschool children before retireing in the fall of 2018. Now I do ceramic work, some of can be viewed on my insta account lindagisla_creates.
I love nature and animals and my garden....And photographing my surroundings and my creations.
Tónlistarspilari
Tenglar
deviantART
- Myndirnar mínar á deviantART Myndirnar mínar á deviantART
- ettz - dóttir mín á deviantART Listaverk dóttur minnar á deviantArt
Fagrir garðar um víða veröld
- Stourhead Einn rómantískasti garður heims
- Dyrham Park Virðulegt Enskt Herrasetur og fallegur garður umhverfis
- Iford Manor: The Peto gardens Miðaldasetur við ána Frome ásamt fallegum garði.
- Longleat Herrasetur, stórt limgerðisvölundarhús, safari garður og skemmtigarður
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Eva Benjamínsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðni Már Henningsson
- Kristín Dýrfjörð
- Ólafur fannberg
- Steingerður Steinarsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bjarni Harðarson
- Karl Tómasson
- Svava frá Strandbergi
- Guðfríður Lilja
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórhallur Pálsson
- Ólafur Fr Mixa
- Forvitna blaðakonan
- Dofri Hermannsson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Magnús Aðalsteins
- Blúshátíð í Reykjavík
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Eyþór Árnason
- Vefritid
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Mál 214
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Á móti sól
- Jakob S Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Soffía
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Stemningin var við völd á tónleikum Kaleo
- Ísland hefur umbreytt sinfónískum hljómi
- Vilja tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig
- Aukin aðsókn í fæðingar utan sjúkrahúsa
- Kærum vísað frá úrskurðarnefnd
- Einn fékk fyrsta vinning
- Vigdís: Verkjaði í réttlætistaugina
- Gagnrýnir stjórnvöld vegna stöðunnar í Grindavík
- Mikil gleði og tilhlökkun fyrir tónleikum Kaleo
- Gengu yfir nýstorknað og glóandi hraun
- Líkamsárás í farþegaskipi við Reykjavíkurhöfn
- Fjöldi stórfelldra líkamsárása tvöfaldast
- Þyrlan kölluð út vegna veikinda við Hrafntinnusker
- Allt eins og það á að vera í Vaglaskógi
- Ísland nældi sér í heiðursverðlaun á Ólympíuleikunum
Erlent
- Ísraelsher stöðvaði hjálparbátinn Handala
- Finnar staupa sig á rafskútunum
- Kalla eftir tafarlausu vopnahléi
- Verkföll setja flugsamgöngur úr skorðum
- Yfirborðshiti allt að 23,8 gráður
- Aldrei upplýstur um að nafn hans væri í skjölunum
- Afstaðan óbreytt: Palestína ekki sjálfstætt ríki
- Bjargaði færri mannslífum en fyrst var talið
- Bill Clinton sendi Epstein afmæliskveðju
- Börn þurfa nú að staðfesta aldur sinn á netinu
- Fordæma hungursneyðina á Gasasvæðinu
- Segir Witkoff ganga á bak orða sinna
- Níu til viðbótar látnir vegna vannæringar
- Lýsa yfir herlögum í Taílandi
- Taíland tilbúið til að leita lausnar
Athugasemdir
Er búin að gleyma nafninu á fuglafræðingi,en ef þú getur hringt í Sigurð G Tómasson á útv,Sögu í fyrramálið,þá getur hann alla vega lóðsað þér. Sími 5881994, hann hefur dálæti á fuglum,vill fá fuglasögur. Linda prufaðu að syngja fyrir hann eða flauta ef þú mátt vera að,láta hann treysta þér. Vona að hann lifi og komist í frelsið.
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:58
Takk fyrir :)
Blessaður fuglinn er farinn að borða. hann var örugglega í losti í gær. En ég kom ofaní hann sundurbituðum ánamöðkum í morgun og áðan. Og nú eru börnin á leikskólanum, sem ég vinn á, að fara í lirfusöfnun fyrir hann;) Ég lofaði þeim að ef hann lifði helgina af, þá fengju þau að hitta hann á mánudaginn:) Þau vilja gjarnan hjálpa og eru æst í að lirfuhreinsa runnana og bjarga þrastarunganum í leiðinni :)
Linda Samsonar Gísladóttir, 26.6.2009 kl. 10:11
Þetta eru góðar fréttir,vonandi táknræn, svons vil ég að okkur reiði af Íslendingum. (:-
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 11:20
Helga mín, ég vona svo sannarlega ekki að þetta verði svo með íslensku Þjóðina: Ungi litli dó síðdegis í gær, það dró allt í einu af honum og eftir einn klukkutíma var hann dáinn, litla greyið.
Linda Samsonar Gísladóttir, 28.6.2009 kl. 13:44
Það er sjokkið sem drepur svona unga, en það er til ráð, hafa klukku sem tifar undir litlum púða eða teppi sem hann getur kúrað sig við, klukkan er eins og hjartsláttur þá er eins og hann kúri hjá mömmu, þetta hefur gefist vel með andar og gæsaunga.
Sam (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:09
Linda mín,hvernig gat þetta farið fram hjá mér,var að lesa hratt fanst það eitthvað vera um Ísl. Ég samhryggist þér já og mér.Þegar strákarnir mínir voru litlir grófu þeir fugl í garðinum hjá okkur.Einhverju sinni kom sá elldri Arnar og fór að býsnast yfir að krossinn væri skakkur og einhver búin að róta í leiðinu sem þeir kölluðu svo. sá yngri(sem býr í Þorlákshöfn)kom til mín og sagði það var ég,afhverju ertu að því þrumaði ég. ´<<<<eg var bara að gá hvert hann væri farinn upp,hann fer aldrei upp,sagði hann vonsvikinn.
Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2009 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.