Sáuð þið hann Ástþór og annað lífið hans?

Ég verð að skrifa eilítið um þáttinn sem ég sá í gærkvöldi.

Hann  (þátturinn;) leitaði á mig eftir að ég var komin undir sæng og á ég erfitt með að hætta að hugsa um Ástþór, þennan merka mann og fólkið hans. 

Lífið fyrir vestan er ansi hart fyrir, þó ekki bætist við að lenda í lífshættulegum slysi, sem taka fæturna frá manni.

Ég stend mig að því að hugsa hvað ég hefði gert undir þessum kringumstæðum. Hefði ég sýnt brot af þeirri seiglu og krafti sem Ástþór býr yfir? Ég efast um það.

Aðstæðurnar á Rauðasandi eru um margt sérstakar fyrir þá miklu einangrun sem staðurinn sætir yfir vetrarmánuðina. Mér leið ekki vel að aka þennan veg í ágúst s.l., og myndi aldrei þora þarna um vetur. Ég undrast í raun að ekki skulu oftar verða slys á þessum og öðrum viðlíka fjallvegum hér á Íslandi.

Og ég vona innilega að vegabætur, þó svo þær kosti okkur öll skildinginn, verði svo ekki leggist af byggð á svo fögrum stöðum sem Rauðasandi, Breiðuvik og Látrahreppi. 

En aftur að Ástþóri.  Hann er ekki eingöngu duglegur og þolinmóður, heldur fannst mér mikið um hve umhyggja hans fyrir dýrunum þarna er mikil.   Það er alls ekkert samansem merki með bónda og dýravinum. En ég held að það, að vera góður dýrunum sínum hljóti að gefa af sér. Ekki aðeins í betri afkomu dýranna, heldur betri líðan þeirra sem um þau sjá og umgangast.

Vona ég að Ástþóri og fjölskyldu farnist vel á komandi árum.

Í mínum huga er hann sannkölluð hversdagshetja og dáist ég mikið að seiglu og harðfylgi hans. 

 


Alhambra og GeneralLife á Spáni

Ég er alveg heilluð af þessum stað. Nú eru 20 ár síðan ég fór þangað og minningin yljar mér enn.

Enn og aftur um vestfirska olíuhreinsistöð

Ég get ekki orða bundist eftir síðustu fréttir (fréttir RUV á föstudag, að mig minnir) um hve orkufrek og mengandi "fyrirhuguð" olíuvinnslustöð á vestfjörðum verður ef af henni verður. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta algjört feigðarflan og á erfiðara...

Vestfirðir, hver verndar þá?

Ég er að vestan. Frá Vestfjörðum. Faðir minn er frá Arnarfirði og móðir frá Dýrafirði. Ég er stolt af uppruna mínum og þykir afar vænt um vestfirðina. Sem barn var ég stundum vikum saman hjá móðurfjölskyldu og eða vinum á Þingeyri, Tálknafirði og...

Flensan og fallegir garðar

Undanfarna daga hef ég legið í flensu og látið mér leiðast. Maður gerir ekki margt með beinverki, höfuðverk og síhóstandi. Svo ég hef litið stund og stund á netið á eitt af því, sem bregst ekki þegar ég þarf að hressa aðeins uppá andann. Ég hef vafrað og...

Blessuð veri bölvuð Heiðin......

Ég ók í bæinn í morgun og kom til baka fyrir rúmum klukkutíma síðan og þá var hvasst en fagurt um að litast þarna uppi. Kvöldroðinn litaði vesturhimininn og dökkfjólublá ský með appelsínubleiku kögri hrönnuðust upp í suðri. Svo fylgdist ég með hér út um...

Og snjórinn kom.....:)

Ég var hérna um daginn að óska eftir snjó...hahahaha! Ég fékk hann og nóg af honum! Þakið hjá mér var um það bil að sligast og hafði ég af því þungar (bókstaflega) áhyggjur um tíma. En snjórinn gaf mér færi á að brúka litlu myndavélina mína, sem reynist...

Eftirköst og rassaköst

Ég hef, eins og margur, fundir fyrir því hve erfitt er að koma til vinnu aftur eftir langt jólafrí. Umsnúningur á svefntíma og breytt mataræði hefur þau áhrif að orkan stendur á sér. Ég vinn á leikskóla og 2. janúar einkenndist af geispandi starfsfólki...

Heiðin mín....Hellisheiði syðri

Það hvín í húsinu og nálægum trjám er vindurinn þýtur meðal okkar, hrollkaldur og nístandi. Þó er fallegt að líta út um gluggann, Hellisheiðin er björt og bleik í gullinbleikri, lágsettri sólarskímunni. Einstaka svartar klettanibbur kljúfa sig gegn um...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband