22.3.2008 | 16:13
Sáuð þið hann Ástþór og annað lífið hans?
Ég verð að skrifa eilítið um þáttinn sem ég sá í gærkvöldi.
Hann (þátturinn;) leitaði á mig eftir að ég var komin undir sæng og á ég erfitt með að hætta að hugsa um Ástþór, þennan merka mann og fólkið hans.
Lífið fyrir vestan er ansi hart fyrir, þó ekki bætist við að lenda í lífshættulegum slysi, sem taka fæturna frá manni.
Ég stend mig að því að hugsa hvað ég hefði gert undir þessum kringumstæðum. Hefði ég sýnt brot af þeirri seiglu og krafti sem Ástþór býr yfir? Ég efast um það.
Aðstæðurnar á Rauðasandi eru um margt sérstakar fyrir þá miklu einangrun sem staðurinn sætir yfir vetrarmánuðina. Mér leið ekki vel að aka þennan veg í ágúst s.l., og myndi aldrei þora þarna um vetur. Ég undrast í raun að ekki skulu oftar verða slys á þessum og öðrum viðlíka fjallvegum hér á Íslandi.
Og ég vona innilega að vegabætur, þó svo þær kosti okkur öll skildinginn, verði svo ekki leggist af byggð á svo fögrum stöðum sem Rauðasandi, Breiðuvik og Látrahreppi.
En aftur að Ástþóri. Hann er ekki eingöngu duglegur og þolinmóður, heldur fannst mér mikið um hve umhyggja hans fyrir dýrunum þarna er mikil. Það er alls ekkert samansem merki með bónda og dýravinum. En ég held að það, að vera góður dýrunum sínum hljóti að gefa af sér. Ekki aðeins í betri afkomu dýranna, heldur betri líðan þeirra sem um þau sjá og umgangast.
Vona ég að Ástþóri og fjölskyldu farnist vel á komandi árum.
Í mínum huga er hann sannkölluð hversdagshetja og dáist ég mikið að seiglu og harðfylgi hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2008 | 14:25
Alhambra og GeneralLife á Spáni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2008 | 18:52
Enn og aftur um vestfirska olíuhreinsistöð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2008 | 14:52
Vestfirðir, hver verndar þá?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.2.2008 | 17:35
Flensan og fallegir garðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2008 | 18:17
Blessuð veri bölvuð Heiðin......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2008 | 16:40
Og snjórinn kom.....:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2008 | 09:47
Eftirköst og rassaköst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2007 | 14:12
Heiðin mín....Hellisheiði syðri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)