Hefurðu gaman að fuglum? ...eða köttum?

Þá gætirðu haft gaman að litlu myndböndunum, sem ég hef sett inn á síðuna.

Mér finnst alltaf gaman að skoða þau, og furða mig oft er ég horfi á hana Úu mína litlu dansa, hve skemmtileg tilviljun átti sér stað þarna með tónlistina sem hljómar undir á meðan.

Mig minnir að það hafi verið þáttur í sjónvarpinu um einhverja bráðskemmtilega Slavneska tónlistarmenn, sem sóttu landið heim um þetta leitið.  

Tónlistin virðist hafa svona líka örvandi áhrif á Úu litlu að hún dansar nánast í takt með hin ýmsu leikföng sem aukahluti.

Njóttu vel:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk, ég elska dýr

BlessiÞig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég elska líka dýr og á tvo ketti. Mig langar til að bjóða þér á opnun myndlistarsýningar minnar sem er á vegum Art Iceland gallerýs og haldin verður í Bistro & Bar, Geysishúsinu Aðalstræti 2, næstkomandi sunnudag kl. 15.30 til 17

Svava frá Strandbergi , 19.4.2008 kl. 01:16

3 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæl vertu Guðný.

Ég þakka þér gott boð en því miður er ég upptekin þessa helgi og fram yfir þá næstu.

Er að baka fyrir kökubasar, hreingera, þvo þvott,  og finna til fatnað fyrir námsferð með samstarfskonum mínum til Svíþjóðar í næstu viku að skoða Reggio Emilia leikskóla ofl skemmtilegt.

Vonandi áttu eftir að sýna oft aftur og þá gefst mér færi aftur að koma:)

 Gangi þér sem allra best.

Linda Samsonar Gísladóttir, 19.4.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband