Er vorið komið?

Já, já, já, ég ER með þetta á heilanum:) í garðinum 13.04.08

Og er örugglega ekki ein um það.

Á föstudagskvöldið gleymdi ég tímanum alveg er ég fór út í garð eftir vinnu og var þar í 3 klukkutíma:) Það var stillt og milt veður ...alveg logn, þvílík sæla! Ég held ekki finnist betri hugleiðsla sú sem felst í góðri útivist með sjálfum sér.

En ég sannfærðist fyrst í gær, í sólinni og 11 stiga hitanum hér í Hveró, að vorið væri komið.

 

Ég gat stússast úti í garði langerma bol á þess að verða kalt.  Og tók myndir úr garðinum.

Ég tók myndir 13. apríl, og sjáið til samanburðar hvernig þær litu út!

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn.Snjórinn farinn19.04.08 064

Verð ekkert hér fyrr en eftir rúma viku.

Bless í bili......Cool

 Upp upp skulum við...19.04.08 060

 

 

 

 

Litlu vorboðarnir 19.04.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Logn í Hveragerði, nei nú lýgurðu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.4.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er svo æðislegt að sjá fyrstu sprotana gægjast upp úr moldinni.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Þú ert ekki ein um að bíða eftir vorinu...og mér sýnist að garðurinn þinn sé í stuði. Kveðja

Eyþór Árnason, 20.4.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hæ Linda mín, gott að sjá vorið koma til þín, eins gerði það til mín. Æ, já mikið er nú gott að geta létt sig þungum vetrarklæðum og notið lífsins með blómum og fuglum. Ég sá yndislega fallega, feita, stóra randaflugu í fyrradag, um leið og krókusarnir opnuðu sig. Það er ekkert um að villast, þetta er sú sama ár eftir ár....vorið er komið!

Gleðilegt sumar

Eva Benjamínsdóttir, 21.4.2008 kl. 15:35

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sælir verið Hvergerðingar og aðrir.

Mig langar að láta vita af fundi sem verður í Grunnskólanum í Hveragerði í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20
um virkjanir á Hellisheiði og þá einkum hina umdeildu Bitruvirkjun. Vonandi geta sem flestir mætt, þessi virkjun
kæmi til með að hafa mjög mikil áhrif á lífsgæði Hvergerðinga - til hins verra!

Drög að dagskrá:

1)       Setning fundar og farið yfir fundarefnið.
2)       OR kynnir verkefnið “Bitruvirkjun” og almennt áform sín á Hellisheiði.
3)       Kynning á sjónarmiðum, fyrirvörum og áhyggjuefnum Hveragerðisbæjar.
4)       Sjónarmið náttúruverndarsinna – t.d. fulltrúi frá Landvernd.
5)       Umræður og fyrirspurnir – gæti verið panell frummælenda.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:06

6 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Æi Lára Hanna..... ég var of sein að lesa þetta, klukkan að verða 22:30.

Vonandi gefst mér annað tækifæri, því ég vil enga Bitruvikjun! 

Skrifaði nafnið mitt reyndar á einhvern lista á netinu fyrir svolitlum tíma, en hef ekkert heyrt síðan.

Vonandi mættu margir á þennan fund, ég sá hann hvergi auglýsinguna !

Kær kveðja, 

Linda Samsonar Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Högni..... ég veit að þetta er lyginni líkast..... en ég segi ALLTAF satt:)  Og hana nú! Hahahahaha....

Linda Samsonar Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 22:37

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Mig langar að sjá garðinn þinn....hver veit nema að maður fari í langferð í sumar!!! Til hamingju með að lífið er að kvikna í garðinum þínum...

Guðni Már Henningsson, 21.4.2008 kl. 22:56

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fór á fundinn og hann var mjög athyglisverður. Aldís, bæjarstjórinn ykkar, skrifaði ágætan pistil um hann á síðunni sinni, www.aldis.is.

Ég er með alla umfjöllun um fundinn sem ég fann úr útvarpinu í morgun inni á tónlistarspilaranum á bloggsíðunni minni, auk tveggja viðtala úr Speglinum frá í nóvember þar sem rætt er við sérfræðinga um eituráhrif brennisteinsvetnis. Mjög fróðlegt og í ljósi þess að ef Bitruvirkjun verður reist mun brennisteinsvetni flæða yfir Hvergerðinga í meira magni en aðra íbúa á suðvesturhorninu.

Kíktu endilega til mín og hlustaðu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:16

10 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Takk fyrir Lára Hanna, ég kíki ábyggilega.

Og Guðni, það er nú kannske ekki mikið á sjá, en þú ert velkominn ef þú hyggur á slíka langferð í sumar:)

Ég er í símaskránni:) 

Linda Samsonar Gísladóttir, 22.4.2008 kl. 21:32

11 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Vorið er komið og sumarið á leiðinni. Jú, ég trúi því vel að það er logní Hveragerði. Kem þangað oft. Það er hægt að láta allt vaxa og dafna þar. Gleðilegt sumar Linda mín og takk fyrir veturinn.

Sigurlaug B. Gröndal, 24.4.2008 kl. 11:54

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er svo yndislegur tími. hérna er núna 20 stiga hiti og ég sit inni í tölvunni, þetta er ekki hægt ætla út

hafðu fallegasta sunnudaginn

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband