2.5.2008 | 22:23
Kínverjar í Stokkhólmi mótmæla
Ég var í Stokkhólmí síðustu viku og rakst á þessa löngu göngu við Ríksdaginn og konungshöllina í Stokkhólmi.
Þegar ég og samferðakona mín litum á borðana var ljóst að Kínverjar voru að mótmæla hvernig vestrænir fjölmiðlar skrifa um þjóð þeirra og stjórnvöld í tengslum við Ólympíuleikana.
Gat ég ekki annað en fundið til samúðar með þessu fólki, sem þarna gekk og brosti til okkar er horfðum á þau með forvitni gestanna.
Þegar maður talar um þetta bregðast margir við með því að segja, að þeim sé nær. Það er mjög auðvelt að segja það því vitað er um stórfelld mannréttindabrot Kínverskra stjórnvalda, bæði í Kína og í Tíbet. Aldrei mun ég réttlæta það athæfi.
En þetta eru Ólympíuleikarnir, sem haldnir eru í friði, eða svo ætti að vera. Það er ekki gott þegar fjölmiðlar kynda án afláts undir því sundurlyndis og ófriðarbáli sem magnast dag frá degi. Óttast ég að það veiti þeim öflum, sem hug hafa á illverkum, byr undir báða vængi. Menn verða að velja hvar og hvernig þeir heyja baráttu sína. Kannske virðast hinir alþjóðlegu Ólympíuleikar góðir til að hamra á Kínverjum, en fleiri gætu orðið fyrir skakkaföllum ef illa tekst til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fjölskyldualbúmið, persónulega albúmið WHAT! Elsku Linda mín ég finn ekki neitt annað en það sem birtist mér á þessari síðu undir myndaalbúm.
Velkomin heim frá Svíþjóð, mér sýnist á myndunum hér að ofan að ferðin hafi verið litrík í meira lagi. Við verðum að biðja himnaföðurinn um Frið á Ólimpíuleikunum, ef okkur mönnunum tekst ekki að halda utan um skynsemina í pólitíkinni. Annars hef ég ekkert vit á ófrið og því síður pólitík en undir niðri brennur í mér einhver réttlætiskennd, stundum líður mér einsog ég sé Jóhanna Sigurðardóttir, þá er ég ánægð með mig og gleymi náttúrulega ekki að þakka Jóhönnu sem á allan heiðurinn skilið. Amma mín hét líka Jóhanna en hún var Ólafsdóttir, það er önnur saga, en veistu þessvegna stóð til að skíra mig Jóhönnu en mamma fékk það ekki í gegn, vegna þess að hún var búin að fá að ráða nafni á fyrri stúlkunni. Ég var til vandræða 'from the beginning'. Það er alveg klárt að pabbi réði því, þó ég væri öll í móðurættina í útliti.
Svona get ég bullað út í eitt en er hætt núna. Skelltu þessu albúmi fyrir ofan t.d. Dýramyndir, sem þú ert alltaf að narra mig til að skoða og ég er að deyja úr forvitni . Margar mjög skemmtilegar ljósmyndir Linda mín, bíð spennt, hafðu það yndislegt. knús eva frænka
Eva Benjamínsdóttir, 4.5.2008 kl. 00:44
Ég er sammála þér að mörgu leyti en verð samt að segja að atburðir eins og Ólympíuleikar gefa einmitt gott tækifæri til að mótmæla og láta í sér heyra gagnvart kúgurum þessa heims því þá beinist fókusinn að þeim.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2008 kl. 11:35
Elsku Eva mín, ég skil ekki hve erfitt er að finna albúmið mitt, ég skal endurskíra það eða eitthvað til að auðvelda þetta:)
Og Steingerður... Maður er alltaf svolítið ambivalent í þessum málum, það eru alltaf margar hliðar á þeim. Ég óttast að eitthvað skelfilegt muni gerast þarna, sem verði miklu alvarlegra heldur en mótmælin. Þar sem svona margir hittast, og svona mikil spenna liggur í loftinu eiga alls kona klikkhausar margra kosta auðið að láta illt af sér leiða. Með allri þessari neikvæðu umfjöllun er verið nánast að bjóða þeim heim..... þeir laðast að svona atburðum. Pólitík skiptir þá oft engu máli, aðeins tækifærið til að framkvæma hugdettur sínar.
Já þetta hljóma hrikalega paranoid, ég veit það, en ég einlæglega er smeyk um þá sem þarna koma til með að vera, íþróttamenn og áhorfendur. Og allt í Beinni!Lái mér hver sem vill.
Linda Samsonar Gísladóttir, 10.5.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.