Ég ætla EKKI að skrifa um fjármálkreppuna eða tengt efni.....

 ....hef hugsað mér að láta aðra og meiri spekulanta á því sviði (ja, eða ekki;), sjá alfarið um það.

Mig langar að vera á jákvæðu nótunum því nóg er af myrkrinu og svartagallsrausinu í kring um okkur alla daga. 

 Eins og venjulega hef ég verið að taka myndir hægri vinstri af haustlitum og náttúrufegurðinni í kring um mig. Ég fæ ekki nóg af því, sem náttúran hefur uppá að bjóða. Þetta heldur mér nokkurn vegin heilli andlega (tókuð þið eftir þessu "nokkurn vegin", ha?;). 

Ekki láta svartsýnina ná tökum á ykkur, hún gerir bara illt verra.

Góða helgi.

Maíeplin í september 08

 


Svona litu Maíeplin, sem ég skrifaði um í maí, út í september. Eldrauð og falleg, fimm talsins.

Maíeplin þroskuð  

litaskrúð 29_09_2008_031.jpg


Undir Hamrinum



Reyniberjatré á laufs

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

Reynitré eru víða án laufblaða en þakin berjum..... skrautleg  sjón

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Haust í skóginum

Í hlíðum Reykjafjalls er göngustígur, sem er alltaf gaman að fara.haust_i_skoginum_2_27_09_2008_133.jpg Sumstaðar greinist stígurinn í sundur og liggur svo saman aftur.hveragerði_27_09_2008_180.jpg 

Og sólin gyllir gulnuð strá............ konan er að verða skáldmælt;)horft_niður Ölfusið 27_09_2008_187.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ofsalega eru myndirnar fallegar Linda. Það er mun skemmtilegra að lesa svona blogg og skoða þessa fallegur myndir en að lesa meira eða minna um tilvonandi afhausanir á mús og mönnum hér og þar vegna ýmissa ætlaðra misgjörða.  Yndislegar myndir! Endilega haltu áfram að birta myndir. Knús og kveðjur á þig Linda mín.

Sigurlaug B. Gröndal, 6.10.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vá, dýrðlegar myndir. Já, það veitti ekki af að minna mann á fegurðina allt í kringum mann akkúrat núna.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:29

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá! mikið eru þetta fallegar myndir. Reynitréin með berjunum eru auðvitað alveg stórkostlega skemmtileg sjón.

Ég er sammála þér, við verðum að halda í það jákvæða og ekki láta svartsýnina ná tökum á okkur.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2008 kl. 18:43

4 identicon

Flottar myndir verð ég segja og ró friður yfir þeim gangi þér vel

Baldur (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þú ert dásamleg

Guðni Már Henningsson, 9.10.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Dásamlegar myndir Linda mín, áfram með smjörið...drýpur það ekki af hverju strái, einhver sagði það einhverntíman.

Um að gera að sjá ljósið í myrkrinu. Knús á þig

Eva Benjamínsdóttir, 9.10.2008 kl. 11:10

7 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Ég þakka ykkur öllum "innlitið" og góðar kveðjur, knús og óskir mér til handa.  Ég er enn við sama heygarðhornið og skammast mín ekkert fyrir. Vinur minn einn, sem mér er mjög kær, gefur nú ekki mikið fyrir svona Pollýönnuhugsunarhátt ...... hahahaha ..... en ég held að Pollýanna hafi nú haft mikið til síns máls.  Haldið áfram ykkar striki því við erum öll gædd mikilli aðlögunarhæfni og nú fáum við tækifæri til að sýna seigluna sem í okkur býr:)

Linda

Linda Samsonar Gísladóttir, 9.10.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband