Friðarsúlan fögur er,

og falleg á að líta......

Ljósið verður tendrað aftur í dag :)

Ég get ekki orða bundist yfir hve fallegt frímerkið er, sem gefið verður út í dag:) Á þessum dögum svartsýni og umróts í heiminum, er gott að sjá jákvæð tákn sem þessa súlu ljóss og friðar.  Hún minnir líka á þann boðbera friðar sem John Lennon var.

Friður sé með ykkur.

Núna má ég til að bæta við þessa færslu svolitlu, sem ég komst að í gærkvöldi....Aðfangadagskvöldi jóla. það var bróðir minn, Örn Smári Gíslason, sem hannaði þetta frímerki. Ennfremur sagði hann mér að sé frímerkið skoðað í útfjólubláu ljósi, sést andlitsmynd Johns Lennons til hliðar við ljós súluna.

 Var einnig að koma út bók sem tileinkuð er hinum fleygu orðum Johns Lennons: Imagine peace. Þessi bók fæst, að ég held á pósthúsum og er bæði falleg og fróðleg.

Friðarsúlan 480462


mbl.is Friðarsúlan á frímerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já, Ísland sem ímynd friðar! Dálítið meinlegt í ljósi þess að Bretar þurftu að beita neyðarlögum (hryðjuverkalöggjöfinni) til að koma í veg fyrir að landinn kæmi undan öllu því sparifé sem breskar stofnanir og almenningur voru svo vitlaus að leggja inn á íslenskar bankastofnanir.

Já, þar sem heiðarleikinn og réttsýnin er ekki lengur ímyndartákn landans (voru það kannski aldrei?) því ekki að lyfta upp friðartákninu? Það gæti kannski þyrlað upp ryki í augum útlendinga enn um hríð, þó svo að ég efist reyndar um það. 

Líklega er fokið í flest skjólin og ekki einu sinni Yoko blessunin geti bjargað okkur úr snörunni. 

Torfi Kristján Stefánsson, 9.10.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Já Torfi, það er margt sinnið sem skinnið:)  Reyndar er ég ekki að tíunda það að Ísland sé land friðar, a.m.k. ekki í augnablikinu, heldur er ég að dást að þessu takni um frið.

 Er ekki einmitt tíminn til að benda á slíkt tákn um frið, þegar ófriður ríkir, hvort sem hann er á orði eða á borði?

Friður sé með þér :)

Linda Samsonar Gísladóttir, 9.10.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta gæti nú verið til að minna á, sem er fallegt og gott !

Kærleikskveðjur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband