13.5.2010 | 17:45
Öskusöfnun undir Eyjafjöllum - Collecting ash from Eyjafjallajokull
Sunnudaginn 9. maí s.l. fórum við mamma og Davíð bróðir minn, sem búsettur er í Kanada, í bíltúr til að ná í eldfjallaösku handa syni Davíðs og fyrir börnin í leikskólanum mínum.
Sólin skein í heiði og 16 gráðu hiti og blíða var á Suðurlandsundirlendinu. En er nær dró Eyjafjöllum og Seljalandfossi, ókum við inn í mikið öskufjúk er skyggði á sólu og hitinn lækkaði niður í 12 gráður. Eftir það var smá sólarglenna smá spöl en ekki lengi, því öskuskýið, dökk grátt og drungalegt, blasti við og ekki laust við að hroll setti að okkur er við ókum inn í mugguna.
Það þykknaði smám saman uns við stöðvuðum neðan við Núpakot undir Eyjafjöllum en þar var talsvert öskufall í formi blöndu af ösku og bleytu. Askan vægði engu, og augu, munnur og nef fengu að finna fyrir henni ásamt myndavélinni, sem allt í einu stóð á sér vegna öskuryksins er féll á hana þegar ég var að mynda þarna.
Fórum við að Skógum og sáum mórauðan Skógarfoss steypast fram af brún og var öskulagið hvað þykkast þarna. Tókum við ösku þarna í fötu og vorum ekki lengi að því, enda af nógu að taka. Kalt var að Skógum, aðeins 8 gráðu hiti því engin sól náði niður úr öskuhjúpnum til að hita upp loftið.
Í öskunni voru spor manna og dýra, og snerti hjarta mitt mest að sjá spor eftir a.m.k. tvær tegundir fugla þarna.
Drunurnar ofanúr gígnum, er fjallið gaus með látum, bárust okkur til eyrna, jafnvel móðir mín sem er talsvert farin að missa heyrn, heyrði þær vel. Verður mér hugsað til þeirra sem búa við þetta umhverfi frá degi til dags, í bið eftir að ósköpunum linni, með von í hjarta, að ekkert verra gerist. Erfiðast hlýtur þetta ástand vera fyrir blessuð börnin, sem upplifa þetta á sinn barnslega máta og geta ekkert gert gegn náttúruvöldunum, frekar en hinir fullorðnu. Hvað þau hugsa og ímynda sér er oft erfitt að gera sér í hugarlund. Maður verður bara að vona að þau sleppi vel frá þessu, og áhyggjuleysi æskunnar megi fljótt taka við og sumarleikir í sól og blíðu, án eldfjalladruna og öskufalls.
Bloggar | Breytt 14.5.2010 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2010 | 22:41
Jarðhitinn að stillast í hlíðum Reykjafjalls
Bloggar | Breytt 13.5.2010 kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 15:50
Fyrstu merki vorsins - Leysingar í Varmá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2010 | 21:24
Vetur í Hveragerði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2010 | 20:06
Hveragerði frá Kambabrún. Hveragerdi from the mountain.
Bloggar | Breytt 5.3.2010 kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2010 | 15:42
Litbrigði leirsins.....fleiri myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2010 | 00:45
Litbrigði leirsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 19:02
Hvers eiga þær að gjalda????
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010 | 17:57
Myndir frá síðustu göngutúrum ofan Hveragerðis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2010 | 21:28
Minningar frá Stigagili. Varmalaut, eins og ég kallaði staðinn oft.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)